Jóhanna Vilhjálms áfram í Kastljósi

Það er ánægjulegt að Þórhalli Gunnarssyni, ritstjóra Kastljóss og dagskrárstjóra Sjónvarps, tókst að halda í Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og tryggja að hún yrði áfram í Kastljósi. Hún ætlaði sér að hætta í þættinum af fjölskylduástæðum en nú hefur náðst samkomulag að hún verði áfram í þættinum.

Eðlilega lagði Þórhallur mikla áherslu á að halda í hana. Jóhanna sýnt og sannað með verkum sínum að hún er ein besta sjónvarpskona landsins og hefur staðið sig vel í verkum sínum; verið beitt sem spyrill og heiðarleg í umfjöllun. Ekki hikað við að taka á málum og verið beinskeytt í spurningum ekki hikað í neinu.

Annars er Kastljós mjög góður þáttur, áhorfsmælingar sýna að það er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins og þar er góður mannskapur. Það er gott að Jóhanna verði þar áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Jóhanna er ein af fáum "sjónvarpsstjörnum" sem mér hugnast ekki. Það er eitthvað við hana sem mér líkar ekki, kannski er það bara ég og mitt skrítna innsæi. Hún virkar á mig sem hrokafull og finnst mér hún stundum vaða áfram í þeirri trú sinni að nú ætli hún sko að fá viðmælandann til að koma sér út í horn, sýna hvað hún sé sterk á sínu sviði.

En svona er það, það sem einum líkar - líkar kannski ekki næsta manni. Hún getur svo sem vel verið yndisleg á öðrum vettvangi, en ég myndi ekki hafa áhuga á því að kanna það nánar. Gangi henni bara vel.

Mér finnst Kastljós oft á tíðum mjög skemmtilegt og horfi mjög oft á það. Oftast skemmtileg og fræðandi umfjöllun um menn og málefni - alltaf hægt að finna eitthvað þar til að hafa gagn og gaman af.

Tiger, 29.2.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: M

Gæti ekki verið meira sammála Ticercopper í öllu sem hann segir hér að ofan.

M, 29.2.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Tel að hún og Sigmar skari fram úr í þættinum. Tek undir með þér að það er ánægjulegt að fá Jóhönnu aftur í Kastljósið.

Anna Kristinsdóttir, 29.2.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband