Ágúst rekur nemendurna þrjá með dópið á Bifröst

Ágúst Einarsson Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, hefur nú rekið nemendurna þrjá, tvo menn og eina konu, sem voru með fíkniefni í skólasamfélaginu úr skólanum. Hefur hann með þessu sent þau skilaboð að slíkt verði ekki liðið í skólanum undir hans stjórn. Mér finnst Ágúst hafa tekið á þessu máli af skynsemi. Það er eðlilegt að tekið sé á svona leiðindamálum og varla er nein önnur aðferð réttari en þessi, þó vissulega geti hún virst harkaleg.

Háskólinn á Bifröst er enda menntastofnun sem vill hafa háan standard og vera hafin yfir svona. Það er auðvitað aldrei hægt að útiloka að óregla sé í skólum landsins en í þessum efnum skiptir mestu að yfirmenn skólans séu með skýrar og afgerandi reglur um hvað megi og hvað megi ekki á svæðinu. Þarf varla að efast um það meira.

Skrifaði aðeins um þetta mál í gærkvöldi. Fékk ýmis viðbrögð á það. Sumum fannst ég taka sterkt til orða þegar að ég sagði að þetta mál væri dökkur blettur á skólanum. Stend við þau orð og ég get ekki betur séð en að ákvarðanir rektorsins hafi staðfest að hann vill ekki hafa þennan stimpil á skólanum sem hann stýrir, sem eru jákvæð skilaboð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgunnur R Vigfúsdóttir

Mikið er ég ánægð með hann Ágúst. Nú hef ég og er reyndar enn við meistaranám á Bifröst og hef verið tvær sumarlotur undir stjórn tveggja ólikra skólameistara og verð að segja að ég er afar ánægð með Ágúst og bjóst ekki við öðru en þessu af honum. Það mátti finna það strax þegar hann tók við að nú yrði tekið til og barninu settar skorður.

Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 29.2.2008 kl. 17:26

2 identicon

Því miður þá er þetta ekki einsdæmi í skólasamfélaginu á Bifröst og ekkert nýtt.  Veturinn 1981 - 1982 þá sendi Jón Sigurðsson, fyrrverandi rektor og skólastjóri Samvinnuskólans, tvo nemendur til síns heima eftir að upp komst um eiturlyfjaneyslu þeirra.

Ólafur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband