Annað dópmál í Borgarfirði á innan við sólarhring

Fíkniefni Það er stutt stórra tíðinda á milli úr Borgarfirðinum - komið upp annað dópmál þar á innan við sólarhring. Það virðist vera sem að sveitasælan geti verið eitthvað skuggalegri en hún lítur út fyrir að vera. Það er fjarri því svo að þessi iðja sé bara stunduð í þéttbýlinu, en það hefur verið ansi algengt að talað sé um að þarna sé ómenning sem tilheyri bara kaupstöðunum.

Það er gott að lögreglan vinnur sitt verk vel og tryggir að það sé komið upp um svona útgerð, þar sem ræktað er kannabis. Fróðlegt verður um að heyra hvort að þessi ræktun í sveitinni var bara ætluð til prívatnota eða hefur verið selt þaðan efni. Löggan stendur sig vel og á hrós skilið að hafa náð að koma upp um þetta.

mbl.is Eiturlyf í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband