Vetrarríkið í Eyjum

Vetrarveður í Eyjum Þær eru hálfkuldalegar fréttirnar frá Vestmannaeyjum í dag og greinilega best fyrir fólk þar að hafa það rólegt heima og gera eitthvað annað en líta út um gluggana. Það má allavega vera mikið veður þegar að meira að segja björgunarsveitirnar geta ekki ferjað starfsfólk sjúkrahússins úr og í vinnu.

Mér finnst Vestmannaeyjar einn fallegasti staður landsins og þangað er alltaf gaman að koma. Finnst fáir staðir fallegri á notalegu sumarkvöldi en Vestmannaeyjar og stemmningin á þjóðhátíð er engu lík. Hef aldrei komið þangað í vetrarveðri og óska mér svo sannarlega ekki að vera staddur þar í þessu aftakaveðri, þó það sé önnur upplifun en notalegt sumarkvöld.

En vonandi fer að birta yfir í Eyjum og veðrið að batna, allavega hið minnsta að hægt sé að koma á annarri vakt á sjúkrahúsinu.

mbl.is Innisnjóaðir Vestmannaeyingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég er nú einn af þeim fáu sem hafa aldrei komið til Vestmannaeyja. Þó það sé fallegt og yndislegt, samkvæmt myndum, þá myndi ég aldrei getað hugsað mér að búa þar. Er líklega einn af þeim fáu líka sem á örugglega aldrei eftir að koma þangað - ekki í þessu lífi allavega. En vonandi gengur þeim vel þarna í eyjum að manna sjúkrahús og þjónustu - eða þannig.

Ég væri þó sannarlega til í að fá alvöru vetur, með miklum hríðarbyljum og ófærð. Langar mikið í himinhá fjöll af snjó og læti..

Tiger, 2.3.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég gæti ekki hugsað mér að búa annarsstaðar.  Svo stutt í allt, svo rólegt alltaf.  Skemmtilegt hraun, fjöll kletta og fjörur.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband