Þreytt Spaugstofa - erlent efni í metpláss RÚV

SpaugstofanHeldur fannst mér eitthvað dapurt yfir Spaugstofunni í kvöld. Það verður að segjast alveg eins og er að þetta prógramm er orðið ansi þreytt og eitthvað slitið. Það er ekki nema von að spurt sé hvort að þetta sé síðasti vetur þeirra félaga saman. Sá á áhorfsmælingum að áhorfið á þá hefur eitthvað dregist saman og það kemur mér ekki að óvörum. Þetta er orðið frekar slitinn húmor.

Vakti athygli mína í kvöld að Sjónvarpið ætlar ekki að fylla metplássið sitt, þar sem Laugardagslögin voru í um tuttugu vikur, með íslensku efni. Ekki sakna ég svosem Eurovision-glamursins, sem lauk um síðustu helgi með glæsilegum sigri Eurobandsins, enda fannst mér það vera einum of langdregið og teygt prógramm, sem hefði hæglega mátt ljúka tveim mánuðum, hið minnsta, fyrr að ósekju. Það voru margir orðnir þreyttir á þessum margteygða lopa og fögnuðu þegar að það komst loksins í mark með sigurlagi eftir lengstu undankeppni Eurovision fyrr og síðar.

Það horfðu 60-80% landsmanna á lokasprett Laugardagslaganna og greinilegt að þetta er sjónvarpspláss sem hægt er að gera góða hluti með. Það er því stórundarlegt að Sjónvarpið fylli ekki upp í það með nýjum sjónvarpsþætti eða íslensku efni af einhverju tagi en setji þess í stað einhverja tískutónleika og svo erlenda kvikmynd að því loknu. Það væri vonandi að Þórhallur myndi finna eitthvað gott prógramm í staðinn. Ekki sýnist mér á frammistöðu kvöldsins að Spaugstofan muni fylla vel í skarðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

varst þá ekki að kveikja á þessu með inniskóna, andafiðrið og flösuna. hahaha ég var sko að samsama mig við það  kokkar geta vart gert flottan mat án þess hann sé úr þeim mun furðulegra hráefni og líti helst út eins og sé frá annarri plánetu.

Brjánn Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Spaugstofan er einn af fáum íslenskum sjónvarpsþáttum sem alltaf er gaman að kíkja á öðru hverju.

Hrannar Baldursson, 2.3.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ERu þeir að gera of mikið grín að sjálfstæðisflokknum  ? Ef Spaugstofan hætti þá væri laugardagurinn orðinn illa skappur. Laugardagslögin...hræðilegt og langdregið efni.. búið sem betur fer. Í gær kom svo arfaslappur þáttur sem átti að vera með heimsfrægum listamönnum...en hjálpi mér... tískusýning með fáeinum sem ég þekkti nánast engin deili á. Svo þriðjaflokks unglingamynd... en þó í restina góð mynd frá Clint Eastwood. Spaugstofan á sitt rými og er góð þegar eitthvað er að vinna með... síðri þegar minna er um að vera. Svo finnst mér þeir ekki hafa náð almennilegu flugi á Randvers... svo undarlegt sem það er.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.3.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ég græt það ekki þó ég sjái ekki alltaf Spaugstofuna.  Ég velti því fyrir mér hvað væri hægt að gera margt gott efni fyrir kostnaðinn við gerð Spaugstofunnar.  Mér er tjáð að hver Spaugstofuleikari um sig hafi um 1.200.000 á mánuði í  laun í Spaugstofunni. Bara leikararnir fjórir hafa því um 4.800.000 samanlagt í laun á mánuði.  Leiðréttið mig ef rangt er.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.3.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég er ekkisammála því að Spaugstofan sé slöpp,hún er að langnestu leiti að vinna með fréttir og það sem efst er á baugi þá vikuna. Tíðindalítil vika er ávíun á minna efni til að vinna úr.Varla hæg að ætlast til að þeir komi með þátt í hveri viku þar sem allir ætla að springa úr hlátri.

Um laun þessara manna veit ég ekki, en man ekki betur en Örn Árnason segið í viðtali þegar Þórhallur rak Randver, að þeir væru verktakar.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.3.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband