... að vera týndur vikum saman

Það er fátt dapurlegra en þegar að fólk hverfur sporlaust og enginn veit eitt né neitt um afdrif þess. Finnst það skuggalegasta í þessu máli vera að maðurinn sem lýst er eftir hefur verið týndur vikum saman og málið er eitt stórt spurningamerki. Það er eitt þegar að fólk hverfur í nokkra daga en þegar að ekkert er vitað um fólk í svona langan tíma vakna eðlilega margar spurningar sem erfitt er að fá svar við.

Það er ekkert hægt í þeirri stöðu annað en að lýsa eftir fólki og er merkilegt að ekki hafi fyrr verið gert í þessu tilfelli. Það er varla hægt að setja sig í spor aðstandanda í svona tilfellum þegar að fólk hefur verið týnt um skeið og hlýtur að vera mjög erfitt að vinna úr. Annars eru svona mál alltaf sorgleg og það sem mestu skiptir er að vita hvað varð um þá sem hverfa vikum saman og reyna að leysa málið.

Vonandi tekst það í þessu tilfelli með því að maðurinn finnst heill á húfi.

mbl.is Lýst eftir Sigurbirni Marinóssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sammála þér Stebbi. Ég hef sjálf þurft að upplifa nokkur svona mannskvörf og maður finnur alltaf mikla samkennd gagnvart þeim sem eru í þeirri stöðu að vita ekki um afdrif ættingja og ástvina.

Finnst reyndar mjög undarlegt hve langan tíma það hefur tekið að lýsa eftir honum. En öll mál eru einstök og vonandi finnst hann.

Birgitta Jónsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:35

2 identicon

Sæll frændi. Já þetta er ömurlegt. En veiztu, það eru heldur ekki allir sem eiga einhvern að til að láta lýsa eftir sér. Það er sorglegast af öllu. Vesalings fólkið. Vonandi skilar þessi maður sér hið fyrsta. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband