Töffarinn Björk

Björk Finnst það flott hjá Björk að tileinka Tíbetum lagið Declare Independence og tala þar með máli þeirra og gefa Kínverjum langt nef. Björk má eiga það að hún hefur aldrei verið lydda eða skaplaus kona. Hefur þvert á móti alltaf farið eigin leiðir í listsköpun og karakter - ekki verið feimin að sýna skapið. Þessi ákvörðun Bjarkar sýnir hversu sterkur karakter hún er og er alveg óhrædd við að segja sínar skoðanir með þeim hætti sem hún telur best.

Björk hefur verið þekkt fyrir að sýna hliðar sem enginn annar hefði þorað, nægir þar að nefna svanskjólinn margfræga á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir sjö árum, er hún var tilnefnd á hátíðinni fyrir lag sitt úr Myrkradansaranum. Svei mér þá ef það er ekki enn verið að stæla hann öðru hverju.

Það er merkilegt að Björk, sem hefur ekki lifað í hátísku erlendu sérfræðinganna, eigi einn umdeildasta kjólinn á verðlaunahátíð í Hollywood á þessum áratug. En kannski hefur þessi sérstaða hennar aukið umfjöllunina enn frekar og ágengni ljósmyndaranna. Má vera.

Mér finnst það gott hjá Björk að sýna sjálfstæði og eigin huga, en ekki falla í hið augljósa form þess sem þorir engar áhættur að taka. Hún er töffari.

mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Pétursson

Sammála, flott hjá henni.

Ómar Pétursson, 5.3.2008 kl. 15:10

2 identicon

Bloggaði nánast það sama, a.m.k. innhaldslega.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefi aldrei fílað tónlist hennar en þetta likar mer/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.3.2008 kl. 16:34

4 identicon

Það er gott hjá henni sem og öðrum listamönnum sem hafa kjark til að hafa skoðanir.

Er reyndar búin að vera að bíða eftri því að þú bloggaðir um fund borgarstjórnar í dag .

Hanna Birna hefði átt að víta eða áminna Borgarstjórann fyrir ummæli hans um Borgarfulltrúa framsóknarflokksins í dag .

1 Borgarfulltrúar sem óska eftir svörum frá Borgarstjóra eiga að fá svör ekki skítkast upp á að borgarstjórn setji ofan að hafa viðkomandi í borgarstjórn  

sæmundur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband