Íslenskt vændi á netinu

Það er löngu þekkt staðreynd að vændi er til staðar á Íslandi, við erum hvorki fullkomnari né öðruvísi í þeim efnum en aðrar þjóðir að þar eru til skuggahliðar. Þær hafa verið að koma æ betur fram á síðustu árum. Það hefur ekki komið vel fram hversu útbreitt vændi er hér á Íslandi, en það virðist vera að flestir kenni það við félagslega erfiðleika eða fátækt af einhverju tagi. Vændi gefur af sér peninga og það blasir við að það hefst einkum til að geta safnað saman peningum.

Það hefur jafnan verið skilningur flestra að íslenskar konur hafi yfirleitt um betri kosti að velja en fara út í vændi. Samt virðist það viðgangast hér. Flestir virðast tala um vændi til að afla sér peninga fyrir eiturlyfjum og einhverjum nauðsynjavörum. Viðskipti sem geta tryggt viðurværi fólks. Það er dapurlegt að svo illa sé komið fyrir fólki að það sé tilbúið að selja sig fyrir peninga en sá veruleiki er er ekki bara bundinn við önnur lönd, þó sumir hafi viljað horfa framhjá vanda hér heima.

Það er alveg ljóst að einstaklingur sem selur líkama sinn á bágt að einhverju leyti. Oft er deilt um hvort að vændi og mansal sé eitt og hið sama. Um fátt hefur verið deilt meira en um það hvernig eigi að taka á vændi, þær deilur hafa verið þvert á stjórnmálalínur. Þetta er hitamál. En það væri óneitanlega áhugavert að heyra skoðanir femínista á þessari vaxandi vændisbylgju sem sést vel af þessari konu sem stundar vændið á netinu.


mbl.is Vændi á netsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mig langar að benda hér á Stefán (ekki meint sérstaklega til þín, heldur til að nýta hversu mikið er lesið hjá þér) frétt frá Stígamótum. Nú eru margar karlmannsraddir háværar um andskotans femínista þegar kemur að umræðunni um samasemmerki á milli vændis og slæmra aðstæðna vændiskvenna. Við konur (þekkjandi tilfinningalíf kvenna) vitum að það getur aldrei fylgt hamingja, gleði og eðlilegt líf, því að stunda einhvers konar sölu á eigin líkama. Þessu vilja margir karlmenn ekki trúa. Auðvitað er aldrei hægt að alhæfa um eitt né neitt en mig langar að benda á þessa frétt og þann lið í fréttinni sem sýnir svart á hvítu samasemmerki á milli kláms, vændis og ofbeldis.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/07/flest_malin_sifjaspellsmal/

Jóna Á. Gísladóttir, 7.3.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Maður þarf nú ekki að vera feministi til að sjá hvað þetta er rangt. Sérstaklega því vændi fyrirfinnst líka alveg hjá karlmönnum. Flestir karlmenn sem ég þekki viðurkenna að þetta sé rangt og allar konur líka.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:53

3 identicon

Sæl þið.

Mér langar að stinga hér inní að mér fynnst bara ekkert að því að leifa vændi.
Það skiftir engu máli hvað sé leift eða ekki, ef það er eitthvað sem er leift þá kemur einhver kvennahreifing og reinir að jarða það niður því að það var ekki neinn sem bjargaði þeim þegar þeim leið illa fyrir 40 árum.

 Mig langar að varpa framm spurningu.. Þegar ég hugsa um afhverju einstaklingar stunda það að selja þjónustu á slíkan hátt þá hugsa ég bara ókeij, þessi manneskja hlítur að hafað átt ömurlegt líf,kanski í neyslu eiturlyfja eða áfengis vandamál, og líklega misnotkuð í æsku, sem dæmi. Fynnst þér, þú sem ert að lesa þetta, ekki betra að fólk fái að selja sig í friði heldur en að þetta fólk sé að brjóstast inn í hús, sjoppur,bíla og svo framvegis til að borga einhverjar skuldir eða eiturlyf ?
Mér fynnst vændi vera að redda stórum part af þessu.

Maður þarf líka að fatta að ísland er ekki lengur þetta litla ofverndaða eyjan.
Þróannir og breitingar eru á hverri stundu og maður fylgir bara með.
Það er ekki hægt að stjórna lífi annara, getur ekki stjórnað frjálsum vilja.
Ísland er að taka breitingar á hverjum degi, nýr dagur ný mál á dagskrá.
Vika í stjórnmálum er sem ár.

Sleppið takinu fylgið tækninni

Patrekur örn Pálmason (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég er algjörlega ósammála því að allir einstaklingar sem að selja líkama sinn eiga bágt að einhverju leiti. Vissulega eiga margir bágt sem að "leiðast" út í vændi, og að öllum líkindum eru þeir í miklum meirihluta, en það er full langt gengið að dæma alla sem eru í vændi sem veika einstaklinga. Hvaða rétt höfum við að dæma þá sem að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja og ég er alveg viss um að þeir séu til.

Ég hef að sama skapi engar forsendur til þess að dæma fólk sem nýtur þess að vera beitt sársauka í sínu kynlífi veikt fólk eða fólk sem eigi bágt. Ég færi aldrei að dæma þannig einstaklinga þó að ég geti aldrei hugsað mér sársauka í kynlífi.

Einstaklingar eiga að hafa fullt frelsi til að gera það sem að þeir vilja svo fremi sem að það skaðar ekki aðra.

Ólafur Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband