Röng auglýsing - megaklúður í Kastljósinu

Karl, Jóhanna og Silja Bára Það var vægast sagt neyðarlegt augnablik fyrir Kastljósið þegar að þar var sýnd grínútgáfa af auglýsingu Hillary Rodham Clinton og varla að sjá að umsjónarmaður kipptist við að röng auglýsing færi í loftið þó að það væri öllum ljóst sem fylgst hafa með kosningabaráttunni vestanhafs og séð hafa auglýsingar Hillary að undanförnu.

Enda er greinilegt að stjórnendur Kastljóssins eru frekar skömmustulegir, enda varla við öðru að búast. Man ekki eftir stærra klúðri mjög lengi á þessum slóðum, enda hljóta allir sem rennt hafa yfir auglýsinguna fyrir birtingu að hafa gert sér grein fyrir að þetta var röng auglýsing, nema þá þeir sem ekki hundsvit hafa á málum vestanhafs.

Það er alveg ljóst að trúverðugleiki umfjöllunar Kastljóss um kosningabaráttuna vestanhafs beið mikinn hnekki við þetta megaklúður og erfitt að ímynda sér hvernig að hægt verði að gleyma þessu. Það er alveg lágmark að þeir sem fylgja eftir umfjöllun viti allt til enda hvaða efni þeir eru að fara að sýna. Svona viðvaningsleg vinnubrögð eru óafsakanleg og skaða annars ágætan þátt.

mbl.is Clinton-klúður í Kastljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta hefur allavega ekki áhrif áhrif á kosningabaráttuna

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband