Zeta enn í fullu ástarfjöri með húðkremið sitt

Catherine Zeta-Jones fær óskarinn árið 2003 Catherine Zeta-Jones hefur nú kveðið í kútinn þær kjaftasögur að hún sé hætt að leika ástarsenur og sýna rómantíska takta á hvíta tjaldinu fyrir fertugt, eins og fullyrt var fyrir nokkrum dögum. Enda á hún alveg inni tvo áratugi í ástaratlotum í kvikmyndum ef hún hefur eiginmann sinn, Michael Douglas, sem fyrirmynd, en hann var leikandi í vænum ástarsenum allt fram að sextugu.

Svo hefur hún upplýst hvað það sé sem haldi henni ungri. Kremið var það heillin sem virðist aðaltrixið til að geta brosað rétt og ósvikið framan í myndavélar ljósmyndara og í kvikmyndatökuvélarnar. Reyndar er Zeta með myndarlegustu konum í Hollywood og þær eru mun fleiri þar í þessum bransa sem þurfa á kreminu að halda. Það er reyndar vinsæl iðja ljósmyndara að sýna stjörnurnar fyrir og eftir förðun.

Það voru margir kvikmyndaáhugamenn hundfúlir með að Zeta væri að fara að pása sig í rómans á hvíta tjaldinu og geta því tekið gleði sína að nýju. Hún verður vonandi sæl og glöð í líflegum ástarsenum vel fram eftir ferlinum eins og makinn margfrægi, með eða án húðkremsins.

mbl.is Leyndardómur fegurðar og fleiri kynlífssenur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég Mæli með Bakkafjarðar kavíarnum.

Sigurjón Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband