Björn afþakkar sendiherrahlutverkið

Björn BjarnasonÞað kemur mér ekki að óvörum að Björn Bjarnason afþakki með öllu þær hugleiðingar að hann verði sendiherra í fjarlægu landi. Þær kjaftasögur hafa grasserað meira og minna í um áratug að hann verði sendiherra hér og þar, oftast nær hafa þeir sem komið hafa kjaftasögunum af stað nefnt Bandaríkin í því samhengi. Björn hefur jafnan neitað þessum kjaftasögum og valdið þeim miklum vonbrigðum sem hafa komið þeim af stað með því.

Hef alltaf litið svo á að Björn muni sinna einhverju allt öðru þegar að stjórnmálaferli hans lýkur. Held að það væri ekki í karakter hans að verða sendiherra og fylgja eftir málum erlendis. Sé hann mun frekar fyrir mér skrifa um utanríkis- og varnarmál auk pólitískra pælinga þess sem gerst hefur fyrr og nú. Það er jafnan mjög áhugavert að lesa skrif Björns og eru ítarleg skrif hans í tímaritinu Þjóðmálum sérstaklega vönduð og áhugaverð fyrir alla þá sem fylgjast með pólitíkinni.

Held að það ætti líka vel við Björn að vera á sínu fallega sveitasetri í Fljótshlíðinni, skrifa og sinna þar verkum með. Það var mjög notalegt að líta í heimsókn til Björns og Rutar í Fljótshlíðinni fyrir nokkrum árum, þar er mikil náttúrufegurð og yndislegt að vera. Það er styrkjandi fyrir alla að dvelja þar og kannski verður það sá helgi steinn sem Björn velur sér þegar að hann ákveður að hætta í pólitíkinni, fjarri öllum sendiherrapælingum andstæðinga sinna.


mbl.is Björn verður ekki sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Einarsson

Hvernig er hægt að afþakka eitthvað sem ekki er í boði Stefán?

þetta er svona svipað og þegar þú og fleiri hafa ákveðið að Árni dýralæknir og fjármálaráðherra verði næsti erfðaprins hjá Landsvirkjun, er þetta nokkuð sem þið hlaupaguttarnir hjá íhaldinu hafið með að gera?

Hermann Einarsson, 8.3.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það hafa verið kjaftasögur um þetta í mörg ár, Hermann. Björn er að svara því og þetta er mjög afdráttarlaus yfirlýsing um það að hann myndi aldrei vilja verða sendiherra. Það hefur reyndar komið fram áður og kemur mér ekki að óvörum.

Nýr forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki verið valinn en það styttist í það. Það hefur ekkert verið ákveðið með það. Eðlilegt er að kjaftasögur séu um hvort einhver fái hina eða þessa stöðu. Það hefur margoft gerst áður og ekki alltaf tengst Sjálfstæðisflokknum.

Annars vil ég afþakka pent það að vera kallaður hlaupagutti einhvers. Þó að ég hafi áhuga á stjórnmálum og hafi tekið þátt í þeim um skeið vann ég aldrei fyrir einn né neinn. Þangað fór ég vegna áhuga míns og sinnti trúnaðarstörfum sem ég var kosinn í meðan að ég hafði áhuga á því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.3.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Manni finnst ,ef og þegar þegar Björn hættir ,sem Ráherra muni hann kjörin sem Ritstjóri Morgunnblaðsins/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.3.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband