Hver tekur Paul Watson alvarlega?

Paul Watson Enn einu sinni reynir Paul Watson að koma sér í fjölmiðlana með fullyrðingar um að hvalveiðimenn reyni að drepa sig og koma málstað sínum fyrir kattarnef. Það er löngu þekkt að Watson er umdeildur. Verklag hans hefur verið þannig að þar fer enginn aufúsugestur víða um heim.

Watson var handtekinn við komuna hingað til lands fyrir tveim áratugum, en samtök hans, Sea Shepard, sökktu tveimur hvalveiðibátum við Ægisgarð í nóvember 1986. Var honum í kjölfarið vísað úr landi og á yfir höfði sér ákærur vegna þess að hafa sökkt bátunum komi hann hingað aftur.

Það er varla við því að búast að við hér á Íslandi séum að spá í velferð Paul Watson og blaðrið í honum. Hver tekur hann annars alvarlega?

mbl.is Varð Paul Watson fyrir skoti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ekki trúi ég orði af því sem þessi maður segir. Bandaríkjamenn myndu líklega flokka hann sem hryðjuverkamann, hvað með Íslendinga?

Júlíus Valsson, 8.3.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

það var synd að sleppa honum fyrir þetta. Íslenskur "friðarsinni" hefði farið beint á Hraunið fyrir sama hlut. Mér finnst merkilegt  þessi  dæmalausa hræðsla Íslendinga við álit annara þjóða í  hvalveiðimálum.  Ég hélt að flestir fullorðnir þroskuðust úr svona hræðslu hvað "nágranninn" heldur um mann..trúi ekki og vil ekki trúa því að nokkur Íslendingur taki þennan mann alvarlega...hvað var hann að gera annars í skotheldu vesti?  Gamall "sálfræðipóker" og vonandi kemst hann ekki upp með þennan "barnaskap" sinn...nú, hafi verið skotið á hann , þá það...

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 17:22

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við eigum flokka hann sem hryðjuverkamann, láta interpool lýsa eftirhonum á samahátt og sú stofnun lýsir og leitar að öðrum hryðjuverkamönnum.

Einnig að allar eignir Sea Shepard og Watsons verði frystar og fjárveitingar til þeirra verði gerðar glæpsamlegar.  

Við höfum aðferðir til þess, önnur ríki hafa verið óhrædd við þetta þegar þau lýsa eftir hryðjuverkamönnum. með lögum sem hafa verið sett bæði í evrópu og í ameríku, sem og annarstaðar í heiminum, þá er í dag mjög auðvelt að flokka fólk sem hryðjuverkamenn ef það hefur framið hryðjuverk. Aðgerðir Sea Shepard í Reykjavíkur flokkast svo sannarlega sem hryðjuverk.  

Fannar frá Rifi, 8.3.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband