Flugvöllur á Hólmsheiði er algjör fjarstæða

Reykjavíkurflugvöllur Um fátt hefur verið deilt meira síðustu árin og verður á næstu árum ennfremur en hvað eigi að verða um Reykjavíkurflugvöll. Mikið er talað um flugvöll á Hólmsheiði. Það er alveg ljóst að hefði flugvöllur verið þar á þessum kuldalega vetri fyrir sunnan hefði flug legið niðri dögum saman. Það er að verða æ augljósara að flugvallarstæði þar hentar ekki landsbyggðinni.

Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 blasir við að flugvallarstæði þar myndi fela í sér verri nýtingu á flugvelli en ef hann væri í Vatnsmýrinni. Þar kom fram að ferðaáætlanir þúsunda manna hefðu raskast síðustu daga ef búið hefði verið að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði. Í dag var þar t.d. blindþoka meðan að það var sól í Vatnsmýrinni.

Eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, hefur sagt í góðum pælingum á vef sínum hafi veðráttan að undanförnu þýtt lokun flugvallar meira og minna síðustu vikuna hefði hann verið á Hólmsheiði. Þessar staðreyndir hljóta að fara ansi nærri með það að slá Hólmsheiðina út sem raunhæfan flugvallavalkost. Út frá veðurfræðilegu sjónarhorni er Hólmsheiði altént mjög óskynsamlegur kostur.

Það er eðlilega spurt um hvað taki við á næstu árum. Deilt er um framtíð flugvallarins. Hann skiptir landsbyggðina miklu máli. Mér finnst eðlilegt að ræða þessi mál hreint út, einkum þegar að reynslan með Hólmsheiðina er orðin jafn afgerandi og sést af staðreyndum í veðurfari síðustu dagana.

Í þessum efnum er spurt um hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins. Þar skiptir máli að samgöngur landsbyggðar og borgar séu í lagi, einkum flugleiðina og þær henti vel. Það þýðir ekki að setja flugvöll sem tengir þessi tvö lykilsvæði í eitthvað rokrassgat upp á heiði.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, sendiherra Akureyrar í borginni, hefur annars tjáð sig hreint út um flugvöll á höfuðborgarsvæðinu í skorinorðum pistli, sem ég bendi hér með á um leið og ég lýsi mig sammála honum.

mbl.is Flugvöllurinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er auðvitað sammála þér og SER í hjarta mínu Stefnán, en... nú þarf nýja hugsun og hún er ekki létt. Ef til vill er hugsunin svo ný að það þarf 8 ár að melta hana. Hugsun mín er þessi:
Ráðendur Reykjavíkurborgar, hvar sem í flokki standa muni fyrr en síðar úthýsa Reykjavíkurflugvelli eða gera hann það lítinn að hann nýtist afar lítið. Hvað þá? Tvennt kemur í huga: 1. Norðlendingar (og aðrir á eystri hluta landsins þurfa, eiga rétt á) fái sambærilegt sjúkrahús vegna þess að samgöngur (úr lofti) hamla annað. 2. Samgöngur á landi verði efldar þvert yfir landið vegna niðurlagningar/minnkunar Reykjavíkurflugvallar.  3. Flug færist til Keflavíkur, þá þarf að stórefla samgöngur þaðan t.d. með lest eða einteinung.

Þetta heitir á mannamáli: Hvað fáum við í staðinn? Ég held að ljóst sé að flugvöllurinn fari eða minnki. Hvað svo sem SER eða Arngrímur segja eða skrifa. Hugleiddu þetta. kv á baráttudegi kvenna...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég hef sagt það áður að innanlandsflugið fer á endanum til Keflavíkur. En það gerist ekki á einum degi heldur þarf að undibúa það vel og vandlega og um leið og flugvöllurinn leggst af í Reykjavík þarf að koma upp lestarsamgöngum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Það hlýtur að vera hægt að koma þeim á koppinn á viðráðanlegu verði. Hvort sem það yrði nokkurs konar Metro, svona svipað og er í Kaupmannahöfn. Það er svona svipað og 2 stórar rútur hengdar saman og allt tölvustýrt, enginn lestarsjóri, heldur rennur þetta allt ljúft áfram og rödd sem tilkynnir næstu stoppistöð. Ég sé fyrir mér að gamla flugstöðin í Keflavík gæti þjónað sem innanlandsflugstöð og jafnvel millilandaflugstöð líka í samkeppni við Leifstöð.

Gísli Sigurðsson, 8.3.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Ómar Pétursson

Flugvöllurinn á hvergi heima nema í Reykjavík og í Vatnsmýrinni.  Þetta fer að mega kallast einelti gagnvart flugvellinum, æðið í þetta sem þeir aðilar kalla gott byggingarland.  Auðvitað er gott byggingarland á gömlum flugvelli, þar er búið að grafa, engin jarðvegsskipti.

En annars í alvöru, þá verður að stoppa þessa hringavitleysu með flugvöllinn af og setja hann til frambúðar þarna í Vatnsmýrinni, þannig að byggja megi upp mannsæmandi aðstöðu, núverandi flugstöð er að verða til skammar, orðin alltof lítil fyrir vaxandi flugumferð og nú getur Iceland Express ekki komist að (segja þeir sem vilja ekki samkeppni frá þeim).

Bendi á lausn sem var að koma fram að fara með Sundabraut um Viðey og þá er það komið byggingarland, sem er álíka stórt og Vatnsmýrin og ekki mikið lengra frá miðborginni.

Kveðja

Ómar Pétursson, 8.3.2008 kl. 21:23

4 identicon

Að einhverju leyti er þetta einelt: það þykir fínt og smart að tala illa um flugvöllinn. En ef Reykjavík ætlað að vera höfuðborg verður hún að hafa beinar og hraðar samgöngur. Svo er slæmt hvað mannvirki kring um flugvöllinn hafa verið látin drabbast niður og lítið framkvæmt þar af metnaði. Ef þar væri nútímaleg, reisuleg flugstöð myndu Reykvíkingar læra að elska flugvöllinn eins og borgarbúar erlendis elska járnbrautarstöðvarnar sínar.

Skúl Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Flugvöllinn á Bessastaðanes, hvers vegna eru men að tala um skerjafyllingu, Hólmsheiði og Keflavík, þegar Bessastaðanes er þarna innan seilingar, þar er ákjósanlegur staður fyrir flugvöll, engin byggð og nesið eins og sniðið fyrir flugvöll, örstutt jarðgöng gætu tengt flugvöllinn við höfuðborginna, eru allir nema ég blindir fyrir flugvelli á Bessastaðanesi hvað veldur, er það eitthver hjátrú eða er það tabú af einhverri tegund sem veldur, spyr sá sem ekki veit?   

Magnús Jónsson, 8.3.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

sjúkraflug og áætlanaflug á að vera áfram i vatnsmýrinni. hvert einkaflug og annað fer er mér nokk sama um.

Óðinn Þórisson, 9.3.2008 kl. 11:12

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei flugvöllurinn fer ekkert,við vitum ekkert hvernig flug verður yfireitt 2024/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.3.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband