8.3.2008 | 22:30
Drungaleg íslensk raunveruleikasaga
Saga Eddu Jóhannsdóttur í Sunnudagsblaði Moggans er drungaleg íslensk raunveruleikasaga, fjarri því einstök en er nöpur í gegn, enda færir hún okkur veruleika þess að það hallar undan fæti í samfélaginu. Þetta er því miður veruleiki sem blasir við fjölda fólks og það virðist vera meiri barlómur yfir samfélaginu um þessar mundir og spurt um hvert stefni.
Það var samt merkilegt að sjá umfjöllun Lóu Aldísardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún velti því fyrir sér hvort að það sé virkilega kreppa í samfélaginu. Þar virtist flest á uppleið. Krepputalið virðist ekki bíta á innflutningi á ýmsum vörum. Mitt í spádómum um ólgusjó í viðskiptaheiminum, endalokum góðærisins og kreppuhugleiðingar virðist neyslan ekki minnka.
Það virðist vera að húsnæðismarkaðurinn sé á niðurleið en enn er þó byggt á fullu. Umfjöllun Lóu var áhugaverð og ég bendi lesendum á að horfa á hana. Það er svo vonandi að við séum ekki að taka risadýfu eins og virðist vera raunin þegar að við kynnumst veruleikanum sem blasir við Eddu.
Það var samt merkilegt að sjá umfjöllun Lóu Aldísardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún velti því fyrir sér hvort að það sé virkilega kreppa í samfélaginu. Þar virtist flest á uppleið. Krepputalið virðist ekki bíta á innflutningi á ýmsum vörum. Mitt í spádómum um ólgusjó í viðskiptaheiminum, endalokum góðærisins og kreppuhugleiðingar virðist neyslan ekki minnka.
Það virðist vera að húsnæðismarkaðurinn sé á niðurleið en enn er þó byggt á fullu. Umfjöllun Lóu var áhugaverð og ég bendi lesendum á að horfa á hana. Það er svo vonandi að við séum ekki að taka risadýfu eins og virðist vera raunin þegar að við kynnumst veruleikanum sem blasir við Eddu.
Verst er að eiga ekkert heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Þetta er eintómt væl. Það athyglisverðasta við þetta er að hún vælir um að fara erlendis fyrst....greyið, en henni dettur ekki í hug að fara út á landsbyggðina? Segir það ekki ýmislegt um hugsunarháttinn?
Býð hana velkomna til Kaupmannahafnar á genginu 14,1 og sama húsnæðisverð.
Guðmundur Björn, 8.3.2008 kl. 22:39
Ætla að leiðrétta þessa rangfærslu að ég sé "grey" sem detti ekki hug í að flytja út á landsbyggðina.
Ég á dóttur í Englandi þar sem ég get búið og unnið og hef engar áhyggjur af að ekki rætist úr mínum málum. Ég hef alltaf bjargað mér og það stendur ekkert annað til núna.
Það breytir því ekki að ástandið á leigumarkaði er óviðunandi, en svo mega menn rangtúlka að vild ef þeim finnst þeir menn að meiri.
edda (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 00:33
Verð að gera athugasemd vð barnalega færslu Guðmundar Björns. Ég fer til Englands þar sem ég get búið hjá dóttur minni og unnið.
Ég hef engar áhyggjur af að ekki rætist úr, ég hef alltaf bjargað mér og mun gera það núna líka. það breytir ekki því að húsnæðiskerfið hér er fyrir neðan allar hellur.
Svo mega menn snúa út úr ef þeim finnst þeir menn að meiri.
Edda Jóhannsdóttir, 9.3.2008 kl. 01:10
Er það lausnin Guðmundur Björn?
Að fólk sem hefur ekki efni á að borga himinháa leigu eða afborgun af íbúð, flytji út á land. Ok. Stéttskipting framtíðarinnar á Íslandi: Efnafólk í Rvk og aðrir úti á landi?
Það sem Edda talar um á við um fjölmarga. Ætli sé spennandi að vera t.d. ung/ur á Íslandi og ætla að koma undir sig fótunum, þegar íbúðarverð á tveggja herbergja íbúð er 15-20 milljónir?
Það fer sennilega að færast í aukana (enn meira en orðið er) að fólk flytji til Kaupmannahafnar og víðar til að getað komið undir sig fótunum á sómasamlegan hátt. Hvern skyldi undra?
Auður S. Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 02:09
Sæll Stefán.
Hér er athugasemd sem ég setti inn á blogg Óskars Helga Helgasonar um málið:
Örlagaárið 1983 starfaði ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sendi ég áhrifamanni í Sjálfstæðisflokknum einkabréf strax og ég frétti að ríkisstjórnin hefði fellt niður vísitölutryggingu launa en haldið áfram verðtryggingu á skuldum launþega.
Umsögn mín var beinskeytt: Hér er tjaldað til einnar nætur og þegar allt kemur til alls þá mun sagan skrásetja þessa aðgerð sem verstu hagstjórnarmistök í sögu lýðveldisins.
Um haustið hitti ég fjármálaráðherra Albert Guðmundsson að máli í Washington og spurði hann hvers vegna svona hefði verið gengið til verks.
Hann sagði ráðgjafa ríkisstjórnarinnar hafa staðið gegn því að verðtrygging á skuldum yrði felld niður á þeim forsendum að ekki mætti brjóta samninga sem aðilar hefðu gert um lánakjör.
Af þessu mátti ráða að ráðgjafar ríkisstjórnarinnar settu samninga launþega um launakjör skör lægra en saminga banka um lánakjör.
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 03:06
Hvaða kjaftæði er þetta um að leysa sig úr "álögum" bankavaxta Reykjavíkur með því að fara út á land þar sem sömu reglur gilda í öllu þjóðfélaginu??
Eru það fífl sem vilja bjarga sér og sínum frá Djöflaeyjunni? Aldeilis ekki! Ég er rétt nýkominn frá Svíþjóð þar sem ég hef búið í 20 ár.
Kann sænsku betur en Íslensku. Hvernig í helvíti segir maður "verðtrygging" á sænsku eða nokkru öðru norðurlandamáli?
Vandamálið á Íslandi er fyrirsláttur. Það sem vakir fyrir auðmönnum þessa lands, er að hræða alla Íslendinga til að kaupa ESB sem einu lausnina út úr þvælunni sem er í gangi hér. Með inngöngu í ESB! Púnktur.
Einbýlishús 560fm með sundlaug í stofunni, bílskúr sem er fyrir 4 bíla, öll þægindi, hitað upp með "pellets" á veturna, í bæ í Norður Svíþjóð sem er jafnstór Hafnarfirði, er ódýrara en 2ja.herb, kjallarahola í gamla vesturbæ í Reykjavík.
Nóg vinna, lægri skattar, lægra matverð, meiri þjónusta, og fólk sem styður hvort annað í erfiðum málum.
"Vaxtaokursflóttafólk" er að pakka niður og fara til annarra landa, og ég skil það fólk mjög vel.
Ég þakka kærlega fyrir heimsóknina til fæðingarlandsins, og óska þeim öllum velfarnaðar sem neyðast til að búa við þau lífskjör sem þjóðfélagið býður upp á.
Æðislegt að koma "heim" og upplifa sig eins og maður sé staddur á geðveikrahæli, án starfsfólks.
Lofa að segja engum í Svíþjóð hvað er í gangi hér. Enda myndi ekki einn einasti maður trúa mér hvort eð er! Svo ofboðsleg er þvælan á Íslandi!
Guð blessi ykkur öll...
Óskar Arnórsson, 9.3.2008 kl. 03:23
Auður S. Ingólfsdóttir skrifaði:
"Er það lausnin Guðmundur Björn?
Að fólk sem hefur ekki efni á að borga himinháa leigu eða afborgun af íbúð, flytji út á land. Ok. Stéttskipting framtíðarinnar á Íslandi: Efnafólk í Rvk og aðrir úti á landi?"
er eitthvað betra að hafa efnað fólk í reykjavík og aðra í útlöndum ?
Árni Sigurður Pétursson, 9.3.2008 kl. 03:46
Auður:
Jóhannes í Bónus býr nú "út á landi".
Edda:
Ég hreinlega skil ekki athugasemd þína og veit ekki hvað þú ert að benda á, annað en að húsnæðiskerfið á Íslandi virki ekki sem skyldi??
Það er nú bara þannig að fólk hefur val. Það sem magnað er er að fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu en hefur ekki efni á leiguhúsnæði, hvað þá að kaupa sér - hugsar strax um að fara erlendis. Grasið er víst alltaf grænna annarsstaðar og þá sérstaklega erlendis??
Af hverju íhugar þetta fólk ekki að flytja út á landsbyggðina, þar sem húsnæðis- og leiguverð eru lægri.
Laun eru líka hærri á Íslandi, en t.d. á Norðurlöndunum og óþarfi er að nefna skattprósentuna.
Guðmundur Björn, 9.3.2008 kl. 08:13
Einkennilegt þegar fólk þarf að úthúða þeim sem hafa aðra skoðun á hlutunum. Getum við ekki talað saman og skipst á skoðunum. Það alvarlegasta í þessu máli finnst mér að það er orðinn trúnaðarbrestur milli almennings og stjórnar. Ég er t.d. hætt að treysta þessum mönnum og fyrir bragðið líður mér illa. Leigusalar er trúlega engir okrar, en margir hafa lent í því að kaupa íbúð (hús) en ekki getað losnað við gamla húsnæðið, tekur þá upp á því að leigja til að hafa fyrir afborgunum. Þetta er eins og spilið "Svikamilla" sem þið kannist við. Almenningur á Íslandi hefur lent í þessu. Svo er greinilegt að við höfum ekkert val, engin völd og þá er best að flytja til útlanda, bara að við verðum ekki bitin þar fyrir að vera Íslendingur!
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:46
Þar sem daglaunin duga
Danmörk er vel til þess fallin til að bera saman við verðlag og lífsgæði hér á landi þar sem verð á matvöru er það sama eða ódýrara og líkt gildir um tískuvörur, fatnað og fleira. Þar duga daglaunin ágætlega til að lifa fjöldskylduvænu lífi með barnafjölskylduna í fyrirrúmi. Undirstaðan að dönsku velferðinni er réttlátt skattkerfi sem leitast við að hafa sem mestan jöfnuð á meðal þegnanna. Þríeykið, það opinbera, samtök launþega og atvinnurekanda í Danmörku gerir sér grein fyrir því að velferð fyrir alla býr til samfélag sem eykur t.d. jákvæðan hagvöxt. Velferðin ryður síðan brautina fyrir borgarana til að lifa og njóta eins og kostir lands og þjóðar leyfa. Ég er nýkominn heim úr árvissri ferð minni til Danmerkur eftir heimsókn til sonar míns sem þar býr. Á meðan hann var í skólanum gafst mér tími til að gera samanburð á milli landanna um nokkur atriði eins og þau komu mér fyrir sjónir. Persónuafslátturinn á mánuði í Danmörku er 37.217 íslenskrar en 27.647 kr. hjá yngri en 18 ára eða svipað og hjá fullorðnum á Íslandi sem er 29.029 kr. Tekjuskattsprósentan, almennt, er 41% á almenning en hér 36.72%. Þrátt fyrir hærri tekjuskattsprósentu í Danmörku þarf tvöföld lágmarkslaun hér á landi til að mismunurinn á tekjuskattinum á milli landanna fari að skila meiru hér beint í launaumslagið. Þó er þetta ekki sjálfgefið þegar litið er til launa fyrir sambærilega vinnu. Laun láglaunafólks í Danmörku eru frá 1253 kr. fyrir unninn tíma í dagvinnu fyrir utan orlof sem er 12%. Hér heima er borgað fyrir sambærilega vinnu frá 689 kr. auk orlofs sem er 10.17% á Íslandi. Eins og áður segir er skattprósentan 41% í Danmörku almennt séð á meðan tekjurnar fara ekki yfir 3.079,800 kr. á ári.Eftir það bættist við milliskatturinn 6% á tekjur upp að 3.696,920 kr. en þá tekur við topskatturinn 15% þar á eftir. Tekjuskattsprósentu er hægt að fá lækkaða með nýju skattkorti í Danmörku ef um meiriháttar breytingu er að ræða á högum skattgreiðanda. Til dæmis, er vaxtafrádáttur vegna íbúðakaupa og dagvistun barns gefur 46% í frádrátt. Meðlag er líka frádráttarbært, 3488 kr.á mán. svo tekjuskattprósentan getur hæglega breyst úr 41% og lækkað niður í 30% sé mikið af frádráttarliðum eins og hjá barnafjöldskyldum.Á Íslandi er eitt skattþrep sem viðheldur þeim mikla ójöfnuði sem hér er við lýði. Ef einstaklingur þarf að sækja vinnu og keyra hennar vegna á bíl sínum 50 km. hvern vinnudag frá heimahögum fær hann í frádrátt 20.65 kr. pr. km. frá 25 km. upp að 100 km. Ef þú byggir í Danmörku og þyrftir að sækja vinnu sem samsvaraði vegalengdinni frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur og færir 200 ferðir fram og til baka á ári þá fengirðu í skattfrádrátt 313.880 kr. Og vel að merkja, bensínverðið er lægra ytra ef eitthvað er. Vaxtarbætur í Danmörku eru skattfrjálsar og ekki tekjutengdar og sama gildir um barnabætur. Barnabæturnar eru greiddar á 3 mánaða fresti og fyrir barn frá 0 - 7 ára, krónur 39.150 og til 18 ára aldurs krónur 26.100. Þessi upphæð getur hæglega tvöfaldast vegna sérstakra barnabóta sé um einstætt foreldri að ræða. Viðmið fer eftir útreiknaðri lágmarksframfærslu frá hinu opinbera. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar og borgaðar eingöngu til 16 ára aldurs og upphæð lágmarksframfærslu enn á huldu, eða að minnsta kosti á reiki. Vextir af lánum til íbúðarkaupa hjá okkur veita skattafrádrátt. Þó er það ekki sjálfgefið því hér eru notaðar alls kyns reiknikústir til að ná þeim niður eins og hjá þeim 10 þúsund einstaklingum sem fengu engar vaxtarbætur 1.ágúst sl. vegna nýrra reglna sem fjármálaráðherrann Árni M. Mathiesen skrifaði undir í umboði Sjálfstæðisflokksins. Útflutningsgreinarnar hér heima eiga sér þó málsbætur hvað varðar getu til að borga mannsæmandi laun því vaxtastigið sem fyrirtækin búa við í samkeppninni um markaði erlendis er hér miklu hærri en í Danmörku. Sem dæmi eru stýrivextir hjá Seðlabankanum 14 % en 3,5% í Danmörku. Þetta fyrirkomulag leiðir af sér að á Íslandi er betra að geyma aurana sína á bankabók og liggja síðan rólegur á meltunni og bíða afrakstursins heldur en að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins t.d. með því að fara út í fyrirtækjarekstur. Hér er fjármagstekjuskatturinn aðeins 10%. Þetta alíslenska kerfi er hannað fyrir þá efnuðu, fyrst og fremst og hina útvöldu þ.m.t. útrásarmenn. Þetta leiðir svo sjálfkrafa til atvinnuleysis í samfélaginu og heldur skuldurum í ánauð hárra vaxta og verðtryggingar. Í Danmörku eru fjármagnstekjur hins vegar meðhöndlaðar eins og hverjar aðrar launatekjur og takið eftir að þar er engin verðtrygging eins og við þekkjum hana og enginn skilur. Viðskiptahallinn hér á landi í dag styður þessa kenningu mína en hann er um 300% af landsframleiðlu. Á sama tíma er viðskiptajöfnuðurinn jákvæður hjá frændum vorum. Uppsveiflan er slík þar um slóðir, að vöntun er á um 10.000 manns til arðbærra starfa. Það er engin tilviljun að burtfluttum Íslendingum til Danmerkur hefur fjölgað um góð 100% frá 1993 til dagsins í dag.,,Venlig hilsen . . .”
Baldvin Nielsen, bifreiðarstjóri, Reykjanesbæ.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 19. nóv. 2006
P.S Þegar þessi grein var skrifuð kostaði danska krónan um 11.60 íslenskar krónur en núna kostar hún rúmar 14 krónur.
B.N. (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:37
Þegar ég bjó í Danmörku sögðu danirnir við mig:,,Hvernig í ósköpunum getur það átt sér stað að maður frá jafn fallegu landi og Ísland er skulli vilja búa í Danmörku?'' Ég svaraði þeim um hæl að ef íslendingarnir hefðu jafnmikið innsæi og danir þegar kæmi að siðferði í pólitík og skildu jafnvel hver munurinn væri á að eiga og eyða, þá væri Ísland paradís á jörðu.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 22:02
Árni Sigurður:
Að sjálfsögðu ekki - það er ekki hægt að ákveða hvar er "best að hafa fólk". Fólk á að hafa val um hvort það vill búa á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Suma langar ekkert að búa í Reykjavík, öðrum ekkert á landabyggðinni - það er tvennt ólíkt. Því er það kannski lausn fyrir þá sem vilja vera í borg, en hafa ekki efni á að vera í Reykjavík, að flytja erlendis.
Óskar bendir réttilega á hvað er hægt að fá fyrir peninginn sem lítið íbúð í Reykjavík kostar annarsstaðar. Svo ekki sé minnst á annan kostnað á nauðsynjavörum - kostar miklu minna í öðrum löndum. Staðreyndin er sú - að það er mjög dýrt að búa á Íslandi og það eru hópar í samfélaginu sem eru að verða verulega illa úti.
Það er lélegt - að mínu mati - að tala niður til fólks sem tjáir sig um aðstæður sínar opinberlega. Mér finnst Edda eiga heiður skilið fyrir að opna fyrir þessar umræður - sem eru LÖNGU tímabærar í íslensku samfélagi.
Auður Ingólfsd. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 01:49
Þetta getur varla þurft að vera flókið. Við eigum heimsmet í skuldum og ofurvöxtum og það þarf að koma þessu í eðlilegt horf eins og í öðrum löndum. JUST DO IT!
Ómar (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:41
Þessi langa athugasemd eða grein hér að ofan, er fáránleg og greinilegt að sá/sú sem skrifar hana sér ekki sólina fyrir sósíalísku kerfi eða hefur aldrei búið í Danmörku...bara lesið sig til. Líklega aðili sem myndi hringja í danska skattinn ef nágranninn kæmi heim á flottum Mercedes eða BMW. Það þýðir á dönsku að hann sé mjög líklega að stinga undan skatti.
Persónuafslátturinn í DK er étinn up af aumingja- og rónaskatti sem er 8%. Síðan borgar maður minnst 39% skatt + hátekjuskatt ef tekjur fara yfir 335.000 DKK á ári (15%). Maður þarf að fjárfesta í hlutabréfum eða íbúð til að fá skattafslátt, ja eða flytja langt frá vinnustaðnum.
Hvaða fólk er það sem greiðir þann skatt og finnur mest fyrir því? Jú eins og á Íslandi áður en hátekjuskatturinn var afnuminn, ungt fólk með börn og bæði í vinnu + millitekjufólkið.
Guðmundur Björn, 11.3.2008 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.