Spitzer segir af sér

Spitzer-hjónin Það kemur engum að óvörum að Eliot Spitzer, ríkisstjóri í New York, ætli að segja af sér. Hann er rúinn trausti og stuðningi eftir vændismálið þar sem hann braut lög og ímynd hans sem siðariddarans mikla í New York er algjörlega í rúst. David Paterson sem tekur við ríkisstjóraembættinu verður fyrsti blindi ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna og sá fyrsti þeldökki í sögu New York-ríkis.

Það hefur sést vel í umræðunni frá því á mánudag að enginn vildi verja Spitzer, nema þá mögulega Alan Dershowitz, lærifaðir hans í lögfræði, sem reyndi með ósannfærandi hætti að líkja þessu hneykslismáli við Clinton-málið. Þetta er tvennt ólíkt, þessi maður stundaði viðskipti við vændishring og eyddi miklum peningum í þá. Hann hefur markaðssett sig sem siðariddara, réðist gegn vændi og glæpum í New York sem saksóknari og fellur í sama pyttinn.

Enda hefur verið hálf vandræðalegt að sjá fréttastöðvarnar rifja upp ummæli Spitzers um vændishringana og tengda aðila frá saksóknaraferlinum og sýna flokksfélögum hans. Hann er auðvitað í óverjandi stöðu og getur ekki annað en farið frá. Það er gott að stjórnmálamaður í svona krísu segi af sér og send séu út þau skilaboð að siðferði eigi að vera í stjórnmálum, altént þarf þess þegar að sjálfskipaðir siðariddarar standa ekki við eigin prinsipp.

mbl.is Búist við að Spitzer segi af sér í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband