Loksins fáum við gömlu leikverkin á skjáinn

Ríkisútvarpið Það er löngu orðið tímabært að gerður sé samningur sem felur í sér endursýningu á leiknu íslensku efni frá fyrstu árum Ríkissjónvarpsins. Það er mikið af eðalefni í safni Sjónvarpsins sem hefur í mesta lagi verið sýnt einu sinni eða tvisvar áratugum saman og kominn tími til að við fáum að njóta þessa efnis og yngri kynslóðir sjái góð og vönduð leikverk.

Þegar að Sjónvarpið varð 30 ára, árið 1996, voru gerðir þættir um sögu þess og sýnt brot úr myndasafninu, kaflaskiptir þættir eftir efni. Þorfinnur Ómarsson tók saman góðan og vandaðan þátt með broti af leiknu efni. Þar var margt mjög áhugavert klippt saman og hrein veisla að sjá viss brot og eiginlega viss eftirsjá að hafa aldrei séð þessi verk í Sjónvarpinu. Sum leikverkin voru vissulega ekkert spes en það eru miklar perlur þarna inn á milli sem væri gaman að sjá.

Leikna efnið í Sjónvarpinu hefur verið að minnka á síðustu tíu til fimmtán árum. Mér fannst meiri metnaður í þessum efnum í dagskrárstjóratíð Hrafns Gunnlaugssonar og Sveins Einarssonar, en síðan hefur verið þó að Sigurður G. Valgeirsson hafi staðið sig ágætlega með Sunnudagsleikhúsið einhvern veturinn fyrir rúmum áratug. Þá voru nokkur verk endursýnd og leikverkið Þrek og tár var í beinni útsendingu úr Þjóðleikhúsinu. Ríkisrisinn hefur gjörsamlega sofið á verðinum síðasta áratuginn og ekki staðið sig að einu eða neinu leyti og hrein hræsni að tala um að það standi vörð um menningarlegt hlutverk.

Þórhallur og hans fólk í Sjónvarpinu er greinilega að laga til þarna og ætlar að taka sig á. Um páskana sjáum við leikið verk, Mannaveiðar, byggt á sögu Sveinbjörns Baldvinssonar, og eflaust er það aðeins fyrsta verkefnið. Ekki er langt síðan að Björgólfur Guðmundsson ákvað að leggja fé til innlendrar dagskrárgerðar í formi leikins efnis.

Og nú opnast safn gamalla verka og vonandi fáum við vænan skerf af því á dagskrá. Enda er full þörf á að við kynnumst aftur hinu gamla og góða sem gert var á árdögum íslensks sjónvarps.


PS: Fyrst og fremst vildi ég fá að sjá þáttaröðina Undir sama þaki. Hef heyrt margar sögur um þessa þætti og hversu góðir þeir voru. Væri gaman að fá að sjá þá!

mbl.is RÚV semur við félög leikara og tónlistarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig væri mjög gaman að fá að sjá "Fastir liðir eins og venjulega" aftur.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála Bjarki. Væri gaman að fá það aftur á skjáinn. Á þættina reyndar á bandi og sá þá fyrir ekki svo löngu síðan. Eðalefni. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.3.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband