Beckham-hjónin óánægð með Bandaríkjadvölina

Victoria og David Beckham Það er greinilegt að Beckham-hjónin telja sig ekki fá nógu mikla athygli í Bandaríkjunum og finna sig ekki í borg englanna. Aðeins eru átta mánuðir síðan að mikið fjölmiðlafár var í LA vegna komu Beckham-hjónanna. Þar upplifði hann sömu stjörnustælana og voru til staðar þau fjögur ár sem hann spilaði með Real Madrid og í stjörnuliði Manchester United í rúman áratug. Svo mikill var fjölmiðlahasarinn að sýnt var beint frá kynningu á Beckham í liðinu.

Það verður aldrei af þeim skafið þeim David og Victoriu að þau eru sannkallaðir snillingar að ná fjölmiðlaathygli og beina henni rétt að sér. Þau hafa ótrúlega góð sambönd við að ná réttum blaðaviðtölum og hljóta góð ljósvakaviðtöl sem kemur þeim í kjarna allrar umfjöllunar. Þetta tókst þeim áður og ekki brást þeim bogalistin við komuna til Bandaríkjanna. Reyndar ef frá er skilin athyglin tengd Rebeccu Loos fyrstu dagana, en skuggi hennar fylgdi þeim yfir atlantshafið.

Beckham var hylltur eins og kóngur á rauðum dregli í Los Angeles. Sá glansi er slokknaður að mestu. Í upphafi töldu þau að flutningur til Bandaríkjanna væri sá fjölmiðlavænasti. Jafnan hefur manni fundist þau hjónin helst meta tækifærin í fjölmiðlamínútum, hversu lengi glampinn haldist. Það er allavega freistandi að halda það, hafandi fylgst með þeim fyrr og nú, einkum í borg englanna. En það er greinilegt að þau eru ekki að fíla að falla í skuggann, sem þau hafa gert er liðið hefur á vistina.

mbl.is Beckham hjónin vilja burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hérna...ertu ekki að grínast með þessari færslu?

Óskar, 12.3.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nú er lag strákar!

Vantar ekki söngkonu Singer 3í Stuðmenn? Svo hefði ég ekkert á móti því að Dabbi litli kæmi í Víkina. Cheerleader Hann yrði flottur í rauðsvartröndóttri treyju og svörtum buxum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.3.2008 kl. 18:20

3 identicon

Hvílík sóun á tveimur mannslífum ... ég segi nú ekki annað.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband