Hver er afstaða stjórnvalda til stóriðjumála?

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Það er ekki nema von að spurt sé eftir daginn í dag hvort að Geir Haarde og Þórunn Sveinbjarnardóttir séu ekki í sömu ríkisstjórninni. Ummæli Þórunnar vekja spurningar um hver sé afstaða ríkisstjórnarinnar til álvers í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Talar ríkisstjórnin einum rómi eða er þetta marghöfða stefnuþurs?

Það er svolítið sérstakt að sjá umhverfisráðherrann með varnanaglana á lofti þegar að öllum er ljóst að forsætisráðherrann hennar hefur talað máli þess að það þurfi að hugsa álversmálin áfram en ekki stöðva keyrsluna sem við erum augljóslega á. Ingibjörg Sólrún talaði vinalega til álvershugmynda á Bakka í Mannamáli Sigmundar Ernis um síðustu helgi en Þórunn virðist vera pikkföst á meðan að aðrir velta fyrir sér möguleikum.

Hversu lengi mun þessi vandræðalega togstreita sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og Samfylkingarinnar standa? Er verið að draga fólk á asnaeyrunum? Af hverju er ekki komið með eina afgerandi stefnu og skoðun á málum frá ríkisstjórninni? Er umhverfisráðherrann virkilega ráðherra í ráðuneyti Geirs Haarde? Ekki nema von að spurningarnar grasseri.

Tvennt er í stöðunni; annaðhvort gefur ríkisstjórnin út afgerandi skoðun (plús SólóÞórunn að sjálfsögðu) eða að hún stöðvar umræðuna um álvershugmyndirnar. Biðin og hálfkákið er fyrir neðan allt í þeirri stöðu sem uppi er.


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Er það ekki gott mál að ráðherra berjist fyrir sínum málaflokki? Það er kominn tími til að umhverfisráðherra horfi fyrst og fremst á hagsmuni umhverfisins. Líkt og fjármálaráðherra hugsar um ríkiskassann og landbúnaðarráðherra um hagsmuni bænda.

Sigurður Haukur Gíslason, 13.3.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek undir með Sigurði Hauki og vísa í færslu mína um málið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Álver stríða gegn persónulegum skoðunum umhverfisráðherra og hún er ekki starfi sínu vaxin nema hún geti skoðað málin frá öllum hliðum, óhlutdrægt.  Hún hugsar ekki um ekki um hag náttúrunnar og þjóðarinnar í þessu tilfelli.  Auðlindir okkar ber að nýta en auðvitað upp að ákveðnu marki.  Vinnan við Helguvíkurálver hefur staðið yfir í 4 ár og það er fátt sem mælir gegn þessari framkvæmd. 

Umhverfisráðherra verður að vinna í samræmi við stefnu Ríkisstjórnar annars er ef til vill best að skipa nýjan ráðherra?

Örvar Þór Kristjánsson, 13.3.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband