Mogginn og myndbirtingar á bílslysum

Það bregst ekki að þegar að fjallað er um umferðarslys að þá birtist nær alltaf myndir af vettvangi hjá Netmogganum, sama hversu sorglegar aðstæður eru í slysunum. Hef alltaf talið að myndbirtingar af vettvangi umferðarslyss þjóni mjög litlum tilgangi, hef aldrei talið það skipta miklu máli að sýna bílflökin.

Kannski er það ábending til annarra að svona geti farið í umferðinni, en fyrir þá sem tengjast þeim sem slasast eða láta lífið í umferðarslysi er þetta særandi myndræn umgjörð um mikinn harmleik. Veit ekki hvort það er einhver algild regla hjá fjölmiðlum í þessum efnum. Sumir fjölmiðlar eru þó meira áberandi í þessu.

Það er alltaf þörf á að velta því fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvað ekki í fjölmiðlun. Mér finnst svona myndbirtingar bæði óþarfar og óskiljanlegar í sjálfu sér.


mbl.is Umferðarslys í Kömbunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband