Sjálfskaparvíti Guðmundar í Byrginu

Guðmundur Jónsson í ByrginuÞað er ekki hægt að segja annað en að sjálfskaparvíti Guðmundar Jónssonar í Byrginu sé algjört. Það er kómískt að hann neiti öllum sakargiftum og reyni að telja fólki trú um að þessi stórskandall sé allur einn stór misskilningur, þegar að við öllum blasir að pottur var brotinn í Byrginu undir hans stjórn og þar var sukkað með peninga og starfsmenn stunduðu kynlíf með sjúklingum sínum.

Það hljómar ekki trúverðugt í þessu máli að Guðmundur segi málið allt á einhverjum villigötum. Það besta fyrir hann nú væri einfaldlega að fara að tala af viti og segja söguna eins og hún er frá a-ö. Það getur varla vont batnað fyrir honum. Það kostulegasta var reyndar þegar að hann ætlaði að reyna að telja fólki trú um að honum hafi verið nauðgað af stelpunni, sem var í afvötnun í Byrginu, sem hann sagði eitt sinn að hann hefði aldrei sofið hjá.

Í ljósi þess að Byrgið átti að reka sem meðferðarheimili fyrir langt leidda fikla og drykkjusjúklinga og var rekið á kristilegum grunni er þetta mikið hneykslismál og á að dæma þunga refsingu að mínu mati. Sukk á almannafé og dómínerandi kynlíf starfsmanna með sjúklingum eru hápunktar þessa sorglega máls og það þarf að koma afgerandi refsing til í þeim efnum.


mbl.is Ákæra um kynferðisbrot í Byrginu fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Just deny, deny, deny.  Var þetta ekki í einhverri bíómynd.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: GK

Þetta mál snýst ekki um "sukk á almannafé". Það er annað mál sem efnahagsbrotadeildin er að rannsaka.

GK, 14.3.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega Nanna.

Heldurðu að ég viti það ekki GK? Það blasir við öllum að þetta eru tvískipt mál. En þau fylgja auðvitað saman í umræðunni. Nema hvað. Þvílíkur djöfuls skandall hefur ekki sést lengi. Sukk með almannafé og stóðlíferni kostað af skattborgurum. Það þarf að koma alvöru dómur í þessu máli. Það er alvarlegt eitt og sér þegar að sjúklingar í afvötnun eru misnotaðir svona

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband