Gengi krónunnar fellur mjög hratt

Krónan Þetta er svartur dagur fyrir íslensku krónuna. Gengi hennar hefur hrunið á nokkrum klukkutímum og aldrei fyrr tekið aðra eins dýfu. Þetta þarf varla að koma að óvörum enda hefur hún tekið mikla sveiflu síðustu dagana og er nú komið í algjört óefni með krónuna. Það er alveg ljóst að ástandið með krónuna er orðið viðsjárvert og spurt hvað stjórnvöld muni gera í þessari stöðu.

Þeim fer nú ört fækkandi þeim sem verja krónuna í þessum ólgusjó og greinilegt að flestir eru hugsi um hvað eigi að gera. Staðan á þessum morgni er einfaldlega það dökkt að komið er að því að umræðan um þessi mál sé tekin heiðarlega og afgerandi í stað hálfkáks. Sá myndklippu af Geir Haarde, forsætisráðherra, þar sem hann var að tala um stöðuna hérna heima í viðtali á CNN. Mér fannst umræðan þar svolítið sérstök og einkennast frekar af draumsýn en veruleika.

Þessi veruleiki er það alvarlegur að það verður að horfa á hlutina með öðrum hætti en áður. Þessi mikla dýfa er eitthvað sem við höfum ekki séð árum eða áratugum saman og það verður að bregðast við þessu ástandi. Það er eins gott að maður á ekki mikið af hlutabréfum í þessu hruni, segi ekki annað.

mbl.is Krónan í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

6,2% kl. 12.46!  Hvað segja greiningardeildir bankanna? Spá þeir í bolla? Kjarasamningar farnir út um gluggann.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: corvus corax

Hárrétt athugasemd hjá Gísla, kjarasamningarnir foknir út í veður og vind og ekki einu sinni skeinis virði. Nú verða launþegar á Íslandi að krefjast verðtryggingar launa því allar skuldir þeirra og vöruverð er verðtryggt! Á að láta bjóða sér þessa eignaupptöku "trekk oní hvað" eins og unglingarnir segja? Nei og aftur nei! Hver einasta króna sem yðar einlægur eignast er umsvifalaust skipt í evrur, m.ö.o. er búinn að taka upp evruna og kasta krónunni. Gerði það reyndar fyrir rúmum tveimur árum og skora á alla að gera slíkt hið sama. Til fjandans með ríkisstjórnarfíflin og seðlabankakrabbameinið! Megi bankarnir hrynja í eitt skipti fyrir öll!

corvus corax, 17.3.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Jonni

Kaupið gull fyrir allt draslið. Áður en það er of seint. Tíminn er að renna út.

Jonni, 17.3.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Stefán, það eru engar viturlegar aðgerðir frá hendi ríkisins mögulegar á þessari stundu. Maður biður ekki um vatnsglas í hreinsunareldinum. Nú birtist sannleikurinn um það hver borgar uppsafnaða vexti „útrásarinnar“ gegn krónunni. Það er allur almenningur í gegn um krónuna.

Ívar Pálsson, 17.3.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við vonandi berum gæfu til að koma okkur út úr þessu ástandi,þetta er mikið að kenna lækkun dollar sem þeir lækka og lækka í  USA hvað geta þeir lækkað hann mikið????Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.3.2008 kl. 15:00

6 identicon

Ein einföld hugmynd til að draga úr áhrifum verðhækkana sökum gengishruns krónu !

Ríkisstjórnin ætti að festa tollgengið í því sem það var fyrir þessa miklu lækkun !  Með daglegri hækkun á tollgengi er Ríkið að taka verulega umfram sínar áætlanir í tollum, vörugjöldum og síðast en ekki síst í gegnum virðisaukaskattinn.  Með lægra tollgengi erum við ekki slá á hækkun vöruverðs en drögum verulega úr þeim miklu verðhækkunum sem eru framundan.  Við erum að tala um tugi prósenta í innfluttri matvöru, eldsneyti o.s.frv.

Neytandi (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband