Þorir Obama ekki í alvöru rökræður um pólitík?

Obama Mér finnst það ekki styrkleikamerki fyrir Barack Obama að reyna að forðast að svara alvöru spurningum á Fox-sjónvarpsstöðinni. Hann þarf að reka af sér það slyðruorð að vera á einhverri free ride í kosningabaráttunni vestan hafs; svari ekki spurningum skiljanlega og hafi ekki skýra stefnu í öllum málum. Þetta hefur verið vandamál fyrir hann og verður það áfram vinni hann útnefninguna.

Í stjórnmálum er ekki bara hægt að mæta í viðtöl þar sem yfirbragðið er settlegt og drottningarviðtölin slétt og felld fyrir ferilinn. Það þarf að mæta í alvöru one-on-one viðtöl þar sem eru krefjandi spurningar og vel grillað undir. Það er styrkleikamerki fyrir alla stjórnmálamenn, enda eiga þeir alveg að geta staðist þungann og sýna kraft sinn með því að taka erfiðar spurningar og tala um þau mál sem mestu skipta án þess að höfðingjameðferð. Þeir ná tökum á stöðunni geti þeir varist og talað af visku og krafti.

Það er hávær umræða um að Obama sé á sléttri og felldri siglingu vegna þess m.a. að vissir fjölmiðlar sýni honum mildari meðferð og Hillary Rodham Clinton hefur bent á þetta margoft, t.d. í kappræðunum í Ohio fyrir nokkrum vikum. Hún hafði talsvert til síns máls enda hefur lítið reynt á Obama miðað við í hvaða stöðu hann er. Með því er held ég enginn að vega að Obama sem slíkum, enda þarf hann að sýna að hann sé ekki drottningaviðtalsframbjóðandi heldur alvöru leiðtogi sem getur ekki aðeins flutt innlifaðar ræður heldur talað kjarnyrt um málin og svarað jafnvel erfiðum spurningum.

Það eru margir á þeirri skoðun að langvinnur demókrataslagur gæti orðið honum erfiður. Þegar að hann verði að fara að svara alvöru spurningum og taka á sig meiri þunga en ella. Það má vera. Hann þarf hinsvegar þá að reka af sér það slyðruorð og taka viðtöl, meira að segja þar sem hann telur geta orðið sér erfið. Sem forsetaefni, sögulegur kandidat nýrra tíma, ætti hann að geta þolað það sé hann með traustan málstað að verja og alvöru undirstöðu sem frambjóðandi.

mbl.is Fox reynir að svæla Obama út úr greninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Stefán. Barack Obama. Í sl.víku fullyrti einn viðmælandi á Útvarpi Sögu
að þessi frambjóðandi Demokrata bæri þriðja nafnið. Muhammad. Er það rétt?
Og ef svo er, hvers vegna er því þá haldið leyndu?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.3.2008 kl. 01:10

2 identicon

Málið er a Fox sendi einhvertíman út skáldaða og upplogna frétt um Obama sem var honum vandræðaleg þar til Fox þurfti að draga hana til baka. Obama hefur sniðgengið Fox allar götur síðan. Bill O'Riley er búin að "stalka" hann og reyna að fá viðtal en hefur aldrei fengið meira en upprétta löngutöng.

Ég er sannfærður um að Obama sé tilbúinn til að ræða málin af hörku hann vill bara ekki koma nálægt Fox.

Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð ánægður með þetta framtak Obama, það er engin ástæða til að skipta við óheiðarlega blaðamenn.

Tryggvi (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Millinafnið hans er Hussein. Það er alveg ljóst að Obama er ekki mikið að auglýsa það nafn af frekar skiljanlegum ástæðum.

Jay Leno sagði reyndar fyrir nokkrum vikum: "When one Hussein falls in Iraq another rises in the land of opportunities". hehe

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég veit allt um það. Obama getur alveg gripið til þess í viðtali sé saumað að honum. Við erum ekki að tala um local-frambjóðanda í krummaskuði. Þetta er maður sem ætlar sér að verða valdamesti maður heims. Fínn maður og traustur. Sé hann með traustar undirstöður þolir hann að mæta í viðtöl þarna og láta til sín taka. Gæti meira að segja fengið fylgi út á hugrekkið og standi hann sig vel gæti hann náð ákveðnu frumkvæði í baráttunni við þá sem segja hann svífa á free ride í gegnum dæmið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 01:17

5 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

FOX "fréttastöðin" er ein hlutdrægasta áróðursmaskína sem til er - umfjöllun þar á ekkert skylt við fréttir og allt skrumskælt til að láta halla á þá sem stöðinni ekki hugnast. Skil vel það fólk sem ekki vill fara í viðtal á þessari stöð. Þetta er stöð þar sem Bill Riley er með fastan þátt og Ann Coulter er reglulegur viðmælandi - segir allt sem segja þarf!!

Ragnar Freyr Ingvarsson, 17.3.2008 kl. 01:32

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvers vegna er þá ekki nærtækast að kalla hann Barack Hussein? Hvers vegna er verið að fela Hussein afnið?  Hvers vegna þá ekki Hussein Obama?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.3.2008 kl. 01:37

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Barack Obama má ekki fá þann stimpil á sig að vera eins og George W. Bush, sem forðast hefur að taka alvöru debatt um fjölda mála og mæta aðeins á vissar sjónvarpsstöðvar í höfðingjameðferð. Hann var líka kosinn sem vonarneisti sem lofaði mörgu fögur fyrir átta árum og hafði ekki svo mikla reynslu heldur fram að færa. Er ekki að líkja þessum mönnum saman en það er ljóst að þetta vekur upp spurningar um hvort að Obama geti ekki höndlað alvöru rökræður um pólitík og að fá erfiðar spurningar. En ég skil alveg umræðuna um að Obama geti ekki höndlað að tala við þá sem eru ósammála honum vegna þess að þeir hafi reynt að velta við steinum úr fortíð hans. En af hverju fer þá Hillary í viðtöl á þessari stöð. Fáir réðust meira að henni og eiginmanninum. Hún hefur ekkert verið að hika við að fara í viðtöl sem geta orðið henni erfið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góður punktur Guðmundur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 01:39

9 identicon

Ekkert frábær punktur Guðmundur... Hillary Clinton er alltaf kölluð Hillary Clinton, en aðeins stöku sinnum Hillary Rodham Clinton. Hann kýs að kalla sig Barack Obama í kosningunum bæði útaf það er óþarfi að lengja nafnið, maður tekur bara fyrsta nafnið og það síðasta, og líka að sjálfsögðu smá útaf öllu fólkinu sem gæti verið svo heimskt að það rugli því saman að hann sé eitthvað tengdur Hussein fjölskyldunni frá Írak. En það kaldhæðnislega er að George W. Bush og fjölskylda hans tengist Hussein ágætlega mikið í viðskiptum...

Jóhann (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 01:49

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Rodham er ættarnafn Hillary, fjölskyldunafnið hennar fyrir giftingu. Það er ekkert óeðlilegt að nota það og í raun mjög eðlilegt, enda er þetta nafn hennar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 01:54

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ameríska forseta kosningar og allt sem því fylgir er bara barátta um hver gengur klínt sem mestum skít og óhróðri á hvern annan, og haldið andlitinu samtímis á bakvið þrautþjálfaða og fokdýra sérfræðinga með sambönd upp í "senatora" niður í "rónastétt" amerísks þjóðfélags.

Ég hélt alltaf að USA forsetakosningar væri ekkert til að hafa vit á og varla skoðun af fólki á Íslandi um þessi mál, frekar en skoðun fólks í frumskógum Afríku eða hvar sem er.

Spákúlu ályktanir margra sem láta skoðun sína í ljós, minnir frekar við hæfni þeirra sem veðja á hesta- eða hanaslag!

Yfirskriftin er klassískur blaðamannadugnaður..

Þorir Obama ekki í alvöru rökræður um pólitík?

Hvað þýðir þessi yfirskrift eiginlega? Jú, hún lýsir því yfir að sá sem bjó hana til sé á móti Obama, lýsir viðkomandi persónu hvernig hægt er að gera fólk tortryggilegt með einni spurningu..þetta er heimting á já eða nei svari! Ok!

Er sá sem bjó þessa spurningu til að svara einni spurningu já eða nei frá mér?

bara um eitthvað? Bíð spenntur efir svari...

Svo fólk sé ekki að bíða ætla ég að skella einni samsvarandi spurningu fram: "Eruð þið hættir að berja konur og börn inn á ykkar eigin heimili? 

Já eða nei svar óskast, og öll önnur svör sem eru hvorki já eða nei, eru tortryggileg og þarfnast nánari rannsóknar þeirra sem eiga í hlut...þetta er blaðamennska nútímans.. 

það ætti einhver að varpa þessari spurningu til FOX... 

Óskar Arnórsson, 17.3.2008 kl. 02:41

12 identicon

FOX NEWS... haldið þið í alvörunni að það væru einhverjar alvöru spurningar, einhver alvöru málefni rædd ef að Barack myndi bæta í þennan þátt ?

Viljið þið vita afhverju hann nennir ekki að standa í þessu rugli ? Afþví að hann er múslimskur terroristi sem hatar Bandaríkin... allavega ef að það er eitthvað að marka Fox.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 03:03

13 Smámynd: Auðun Gíslason

Mikið skelfing er þetta nú ómerkilegur málflutningur hjá ykkur Guðmundur og Stefán!  Og Stefán!  Hvernig stendur á því að þú veist hvaða spurningar verða lagðar fyrir Obama, ef svo færi að hann mætti?  "Að forðast að svara alvöruspurningum..."  Veffari sem bloggar á Manhattan segir að Fox sé fyrir vanvita, og þeir senda þér spurningalistann?

Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 03:52

14 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég varð næstum því fyrir vonbrigðum við það að lesa þessa færslu, því eftir að hafa fylgst með Fox þá finnst mér mjög skiljanlegt að Obama sniðgangi þá. Skoðið bara http://foxattacks.com/ - þá skiljið þið hvað hann er að fara. Vonbrigðin urðu þó algjör þegar ég las athugasemdirnar hérna..

.

Alvöru rökræður?: http://youtube.com/watch?v=ouKJixL--ms

.

http://www.thedailyshow.com/video/index.jhtml?videoId=163575&title=daily/colbert-saddam-clinton

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.3.2008 kl. 08:49

15 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Þú virðist misskilja.  Fox er ekki fréttastöð.  Þeir koma heldur ekki með alvöru spurningar.  Frá FOX kemur ekkert nema haturs og hræðsluáróður og í mínum huga er það styrkleikamerki þegar einhver tekur hugmyndafræðilega afstöðu gegn því og segir "Nei takk".

 Ef nafn hans er athugaverðasti hluturinn sem þið finnið við frambjóðandann, þá hlýtur hann að vera nokkuð  hreinn og snyrtur.  Engar mellur í fortíðinni?  Ekki einu sinni umræða um spillingu og mútur frá lobbýistum?  Greiðavikni við fólk tengt glæpastarfsemi?  Nei, Bara Von og Breyting virðist vera. 

Árni Steingrímur Sigurðsson, 17.3.2008 kl. 08:49

16 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Stebbi; það er ekki veikleikamerki að hunsa mykjudreifarann sem Fox News er, það er þvert á móti merki um heilbrigða dómgreind. Obama gæti auðveldlega klárað sitt kjörtímabil sem forseti með bravúr án þess að yrða í eitt einasta sinn á þetta fábjánaslekti.

Og hvað barnaskapinn í Guðmundi (sem greinilega fylgist ekki of vel með) áhrærir, er þá ekki líka alveg rasandi grunsamlegt að núverandi forseti noti ekki millinafnið Walker reglulega? Hvers vegna notaði karl faðir hans ekki millinafn sitt, Herbert, af meiri áherslu? Og hví notaði Bill Clinton ekki millinafnið Jefferson af meiri móð? Af því menn nota ekki millinafnið að neinu ráði í USA. Þetta hefði maður haldið að menn vissu...?

Svo ég verð að taka undir með Jóhanni og fleirum - þetta var hreint ekkert góður punktur hjá Guðmundi, og einkennilegt að þú skulir meta þessa vitleysu sem góðan punkt, Stebbi. Ættir þú þá ekki sjálfur að vera kallaður Friðrik Stefánsson?

Jón Agnar Ólason, 17.3.2008 kl. 09:32

17 identicon

Það er hæpið að halda því fram að Chris Wallace fréttamaður og þáttastjórnandi sé handbendi eins né neins. Fréttamenn Fox eru ágætir. Eigendurnir eru hinsvegar bisnessmenn sem stóla á mikið áhorf og hafa þessvegna menn eins og Bill O'Reily sem allir hafa skoðun á. Hann er hinsvegar ekki fréttamaður frekar en Hemmi Gunn eða Arnþrúður Karls.

En hversvegna þorir Obama ekki að mæta Chris Wallace? Sennilega vegna þess að hann er áræðinn spyrill sem fékk t.a.m. Bill Clinton til að missa stjórn á skapi sínu. Önnur ástæðan er sú að Obama hefur sýnt takmarkaða þekkinug á ýmsum stórmálum, og misst útúr sér ummæli sem eru beinlínis barnaleg, sértaklega í utanríkis- og efnahafsmálum.

Og svona fyrir þá sem hafa gaman af ættfræðinni, þá er Chris sonur Mike Wallace í 60 mínútum.

Sigmundur (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 09:59

18 identicon

Það heyrðist ekki jafn mikil krítík þegar Davíð Oddsson lét svona.  Það var orðið virkilega fréttnæmt ef hann mætti í viðtöl, blessaður maðurinn, og aldrei brást það að um var að ræða drottningarviðtöl.

Benedikt G. Waage (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:29

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mér finnst það ekki styrkleikamerki fyrir Barack Obama að reyna að forðast að svara alvöru spurningum á Fox-sjónvarpsstöðinni.

Hefur Stefán horft á Fox sjónvarpsstöðina?  Það eru ekki alvöru spurningar.

Fox sjónvarpsstöðin er áróðursmaskína kristilegra hægrimanna í Bandaríkjunum, skoðanabræðra Stefáns þar í landi.

Repúblikanar á Íslandi eru grátbroslegt fyrirbæri. 

Matthías Ásgeirsson, 17.3.2008 kl. 10:42

20 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Þar sem ég virðist hafa stuðað einhverja með því að segja að Obama ætti að taka slaginn við suma á Fox gefa sumir sér að ég sé andstæðingur Obama, hafi aldrei horft á Fox og ég sé neo-con. Það er merkilegt með Íslendinga hvað þeir eru fljótir að dæma og sjá aðeins hvítt og svart í almennri umræðu.

Ég hef fylgst með bandarískum stjórnmálum síðan fyrir kjör Clintons forseta og veit vel hvað Fox-sjónvarpsstöðin er. Hef aldrei verið neo-con. Þegar að ég fór til Bandaríkjanna og ræddi við fólk í flokkunum fann ég ekkert minni samhljóm með skoðunum mínum og demókrata, enda er bandaríska pólitíkin mun hægrisinnaðri en okkar hér. Finnst margir stjórnmálamenn demókrata, þar á meðal forsetaefnin bæði, mjög frambærileg.

Sumir vilja greinilega líta framhjá því að Hillary hefur farið í viðtöl á Fox. Hún hefur með því sýnt að hún geti alveg svarað fyrir sig, tekið erfiðar spurningar og varist því sem þaðan kemur. Og hver ætlar að halda því fram að Clinton-hjónin hafi fengið eitthvað sérstaka meðferð frá Fox. Málflutningur minn var um að Obama ætti að láta vaða og fara þarna í viðtal. Það er bara þannig í pólitík að aldrei eru allir sammála einhverjum og við búið að alltaf séu deilur af einhverju tagi.

Bush var sakaður um það að fara aðeins í viðtöl þar sem hann gæti komist auðveldlega út úr því og vilja lítið sækja til annarra fjölmiðla. Það er heiðarlegt mat en það þýðir ekki að snúa því við og réttlæta það þegar að aðrir frambjóðendur eru um að ræða.

Mér finnst mikið til Obama koma og hef skrifað nokkrar greinar hér þar sem ég fjalla mjög jákvætt um sögulegt hlutverk framboðs hans og möguleikana á kjöri hans. Það verður altént seint sagt um mig að ég sé öfgahægrimaður að einhverju leyti.

Vil svo benda örvitanum í lokin að við erum ekki svo græn hér á Íslandi að skiptast í fylkingar eftir demókrötum og repúblikunum eftir íslenskum grunnlínum til hægri og vinstri. Margir sjálfstæðismenn styðja Obama eða Hillary t.d. Það er enda algjör barnaskapur að setja þetta í íslenskar fylkingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 12:14

21 identicon

Alvöru viðræður um pólitík er ágætt en þær eru ekki að finna á Fox stöðinni.  Hver heilvita maður veit það.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:24

22 identicon

Meðan ég man ... var Obama ekki í viðtali í þættinum Hannity & Colmes um daginn?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:29

23 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Páll: Já, ég geri mér vel grein fyrir því að Fox er ekkert helsta stuðningshjörð Obama og ekki heldur Hillary. Af hverju fer þá Hillary samt í viðtöl þarna? Það eru fáir sem leggja í að svara því greinilega. Obama má vera fúll út í hvern sem hann vill en það er lífseig kjaftasaga, meira að segja frá demókrötum sem fylgja Hillary, að hann sé á free ride hjá vissum fjölmiðlum. Það eru engar kjaftasögur frá mér komnar.

H. Bjarnason: Þá erum við komin á þann blett að finnast það allt í lagi að Bush sniðgangi þá sem eru ekki sammála honum og hafa talað gegn honum. En það hafa margir gagnrýnt vestra og hérna heima. En kannski viljum við bara að menn tali við þá sem eru hliðhollir þeim og spyrja auðveldra spurninga. Það var gagnrýni mín svo ég minni á upphaf umræðunnar. En kannski er það allt í lagi, en þá þýðir ekki að gagnrýna annan fyrir að fara bara til þeirra sem upphefja viðkomandi. En ég vil samt að það komi fram að ég er viss um að Obama fellur ekki í þennan pytt sem ég lýsi. Að mínu mati er hann mun frambærilegri pólitíkus en svo.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 12:38

24 identicon

Eg er svo sammala Stefani, Obama tharf ad geta svarad sjalfur. Thad er ekki haegt ad kjosa mann sem getur ekki svarad erfidum spurningum. Hvad er hann hraeddur vid? Ad folk viti ad thad er e-r annar sem skrifar raedurnar og hann hafi ekki sinar eigin skodanir. Getur e-r sagt mer hvad Obama stendur fyrir? Eg er alltaf ad bida eftir ad hann segji e-d sem skiptir mali en eg hef ekki heyrt thad enntha. Ef ad thid viljid henda FOX news fyrir framan rutuna tha aettid this ad lyta a CNN...what is the difference? Sama talid en ein stodin er vinstri og hin haegri...Eg er svo fegin ad sumir hafa ekki kosninga rett herna.

Hronn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:30

25 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er kannski ekki hlutlaus því eg stið Hillary Clinton,en eg við láta Obama njóta sannmælis og hann á að tala við þá þarna á Fox,eg hefi verið við í USA við flestar kostningar siðan 1980 og hefi haft af því mjög gaman,þar hefur oft ekki berið vandaðar kvejurnar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.3.2008 kl. 16:04

26 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir pælingarnar Hrönn og Halli.

Bóbó: Veit ekki betur en að allir vitni æ ofan í æ í Fox. Þetta er stöð sem fylgst er með og vitnað er í mjög mikið. Svo að hún á sína rödd í umræðunni. Það er víst bara þannig. Við getum aldrei lifað í samfélagi sem hentar skoðunum nokkra. Það verða alltaf raddir sem okkur líkar ekki við. Og auðvitað er það svo í Bandaríkjunum, sem er fjarri því smásamfélag. Þar krauma margar skoðanir og þar tjá menn sig eins og þeir vilja. Þannig er víst nútíminn, eða á að vera þannig að skoðanir fái að hljóma.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 16:26

27 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Varðandi pælingar sumra um nafn Barack Obama. Hussein er bara nafnið hans. Því fær ekkert breytt. Þetta eru staðreyndir. Það má vera að Obama skammist sín fyrir millinafnið en það er staðreynd að hann ber millinafnið Hussein. Því ekki að tala um staðreyndir. Hinsvegar er leitt að sumir ráðist að honum vegna nafnsins með fordómum. Þetta er það nafn sem honum var valið og hann hefur. Það er ekkert við því hægt að gera. Það er ekki hægt að breyta þeirri lykilstaðreynd.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 16:28

28 identicon

Fox og Bill er með því klikkaðasta sem hægt er að hugsa sér, þetta er eins og OfurOmega stöð eða eitthvað í þá áttina.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 17:13

29 identicon

Barack Obama forðst nafnið einfaldlega af þeirri ástæðu er þú sjálfur skrifar hér síðast: " Hinsvegar er leitt að sumir ráðist að honum vegna nafnsins með fordómum".

Mér þykir þú sýna nákvæmilega það sama viðhorf og þeir sem halda að hans nafn skipti einhverju máli, að hann sé einhver hryðjuverka"Hussein" af því að hann svo ólukklega var skírður þessu annars algenga nafni! Ef ég bæri nafnið Hitler máttu vera viss um að það væri nokk er ég myndi ekki nota!

Í Ameríku eru millinöfn ekki notuð, Punktur! 

EF upp kæmi maður á Íslandi er yrði frægur Friðrik, fyrir eitthvað misjafnt þá er ég ansi hrædd um að þú myndir kalla þig BARA Stefán Stefánsson og láta það duga! 

Og varðandi Fox fréttastöðina, þá er hún af flestum gáfumgefnum einstaklingum í Ameríku eitthvað sambærileg við "Jerry Springer" þátt, eitthvað til að horfa á, hneyklast á, EN alls ekki neitt sem mark er tekið á!!

tviburinn (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband