Fyrsti hvalurinn veiddur

Halldór Blöndal

Það voru mikil tímamót þegar að fyrsti hvalurinn var veiddur um helgina, eftir að ákveðið var að leyfa veiðar til manneldis á 30 hrefnum og 9 langreyðum. Þetta er í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi sem hvalur er veiddur í atvinnuskyni hér við land. Langreyður var síðast veidd hér við land árið 1989, þá í vísindaskyni, en síðast í atvinnuskyni á árinu 1985.

Halldór Blöndal, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, var viðstaddur ásamt fjölda fólks er komið var með hvalinn í hvalstöðina og skar hvalinn með fagmannlegum hætti, en Halldór vann á fimmtán vertíðum í hvalstöðinni, áður en hann varð þingmaður, og því öllu vanur í þessum efnum.

mbl.is Vinnsla á fyrstu langreyðinni hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband