Framboð Guðfinnu - töf á bíóferð

Guðfinna

Það var mikill fengur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Guðfinna S. Bjarnadóttir skyldi gefa kost á sér á framboðslista hans í Reykjavík og fara í prófkjörið þar. Ég fagnaði því framboði hennar mjög þegar að hún tilkynnti það formlega. Guðfinna hafði samband við mig nýlega eftir skrifin og leitaðist eftir því hvort ég vildi ljá nafn mitt í stuðningsmannaauglýsingu. Er ég ekki sunnan heiða en er ófeiminn við að ljá góðu fólki stuðning með þessu tagi. Birtist auglýsingin í Fréttablaðinu í gær og þar er nafn mitt því að finna. Ég treysti því að flokksmenn í Reykjavík tryggi að Guðfinna verði í forystusveit flokksins í höfuðborginni í væntanlegum þingkosningum.


Eins og fram hefur hér komið kom ég seint í gærkvöldi heim eftir góða helgi sunnan heiða. Ætlaði mér að fara í tíubíó, strax eftir komuna heim, og sjá Mýrina. Var orðinn frekar þreyttur eftir helgina og ákvað því að fresta bíóferðinni lítið eitt og ætla mér því að fara í kvöld. Hef ekkert heyrt nema góðar umsagnir um myndina og hlakka því mjög til að sjá hana. Þau brot úr myndinni sem ég hef séð lofa mjög góðu. Það verður því eflaust gaman í bíó í kvöld þegar að við förum á myndina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband