Mikilvægt að lífsmark sé með þeim sem ráða för

Davíð Oddsson Tek heilshugar undir mat Eddu Rósar Karlsdóttur að mikilvægt sé að Seðlabankinn hafi gripið til einhverra aðgerða í krísustöðunni og sýnt myndugleika með því að taka af skarið. Spyrja má hvort að Davíð sé enn við stjórnvölinn og stýri málum fyrir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sem hefur valdið mér og eflaust fleirum vonbrigðum með því að segja og gera ekki neitt þegar að þörf er á traustri forystu í landinu.

Þegar á móti blæs sést vel hverjir eru sterkir leiðtogar og hverjir séu týpískir leiðtogar í logni, þeir sem geta tekið á vandalausum verkefnum og stýrt málum á milli skers og báru í rólegheitatíð þegar að ekki eru ógnir á vegferðinni. Þegar að hvessir og syrtir í álinn reynir á menn og þá verða þeir sannir leiðtogar sem hafa svörin. Davíð virðist allavega vera sá eini í dag sem talar hreint út og greinir vandann og gerir eitthvað. Vantaði eiginlega bara að hann talaði um blóð, svita og tár í vondri stöðu en allavega hann talaði skýrar en stjórnmálamenn gera. Það vekur mesta athygli.

Það má vissulega deila um hvort Seðlabankinn hafi sofið of lengi. Hitt er svo annað mál að það var tekið til hendinni í dag og það hefur haft sín áhrif. Hversu lengi þau vara er svo annað mál. Það sem mestu skiptir er að eitthvað sé gert og reynt að taka á vandamálum sem blasa við. Þeir stjórnmálamenn sem bíða aðeins eftir sólinni í krísutíðinni, hika þegar að taka þarf að skarið, eru ekki mikils virði og ég vona sannarlega að sú sterka ríkisstjórn, í þingmannatölu, sem nú ríkir bæti sig og sýni að hún ráði við krísuna.

Ég sagði hér um daginn að það væri hið versta að eiga stjórnvöld sem hefðu engin svör í krísutíð og engar lausnir fram að færa nema þá að bíða og vona. Seðlabankinn hefur altént tekið af skarið og virðist hafa reddað stjórnmálamönnunum um stund. En að því kemur að taka verði af skarið og þá reynir á þá sem hafa völdin hvort að þeir séu þess megnugir að standa undir ábyrgðinni sem þeim hefur verið falin.


PS: btw - Edda Rós er reyndar sá greiningarspekingur sem mér finnst tala best alvöru mannamál í bissnesspælingum. Eitilklár og traust.

mbl.is Edda Rós: Björninn er vaknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Mikilvægast væri þó heldur að ekkert lífsmark fyndist með þessum fíflum. Þeir gerðu þá a.m.k. ekkert af sér á meðan.

corvus corax, 25.3.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

USA var með 19% stýrivexti á níunda áratugnum. þeir gerðu þetta til berja hagkerfið til hlýðni. og þá hótuðu þeir því að hækka enn meira.

ég og Þú lesandi, og aðrir í þjóðfélaginu höfum verið á neyslu fyllerí. ný íbúð/hús, nýr bíll, háar kredidkorta heimildir og svo framvegis. hið ljúfa líf.

menn geta endalaust haldið áfram að kenna öllum öðrum um eigin vanda og horft framhjá því sem er heimatilbúið. 

Fannar frá Rifi, 25.3.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband