Eftirlýsti Pólverjinn í Keilufellsmálinu handtekinn

Það er gott að lögreglan hafi handtekið pólska manninn sem lýst var eftir í Keilufellsmálinu. Það er alveg ljóst að ekki er lýst eftir manni beint í þessu sambandi nema að þar sé rökstuddur grunur um aðild að málinu og að viðkomandi sé einn lykilmanna í þessari grimmdarlegu árás. Þetta var hrottaleg árás - þegar að menn berja á öðrum með steypustyrktarjárnum, gaddakylfum og rörbútum er eitthvað stórlega að og það þarf að upplýsa hvað bjó þarna að baki.

Held að flestum hafi fundist nóg um lýsingarnar á ofbeldinu sem grasserar í samfélaginu og hvernig viss hópur Pólverja kúgar samlanda sína hérlendis, eins og virðist hafa verið í þessu máli. Þessi afbrot innflytjenda eru alvarleg og það verður að taka á þeim. Keilufellsmálið er dæmi um gróft ofbeldisverk sem ber að fordæma og uppræta. Við lifum ekki í saklausu samfélagi lengur og ofbeldið er að verða meira og grimmara en við höfum áður upplifað.

mbl.is Eftirlýstur Pólverji fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband