Jóhann Benediktsson segir upp í mótmælaskyni

Jóhann R. Benediktsson Það eru ekki góð tíðindi að Jóhann R. Benediktsson hafi ákveðið að segja upp störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í mótmælaskyni við breytingar á embættinu. Ég hef ekki enn skilið þessar breytingar og hversvegna þarf að höggva upp embætti hans. Það veikir að mínu mati embættið og enn vantar rökin fyrir breytingum.

Jóhann hefur staðið sig vel sem lögreglustjóri á Suðurnesjum og þar áður sem sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Það var mjög umdeilt þegar að Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, skipaði Jóhann í sýslumannsembættið þegar að Þorgeir Þorsteinsson hætti eftir áratugalangt starf og gekk framhjá Kolbrúnu Sævarsdóttur. Það hefur þó reynst rétt val.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist næst í málefnum lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Vonandi mun Jóhann ekki hætta og skynsamlegast væri að hætta við þessar breytingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Segjum tvö, mér eru enn með öllu óskiljanlegar þessar breytingar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei þarna er eg ekki sammála ykkur þetta er bara gott og það þarf að stokka þarna mjög upp,og reyndar bæði lögreglu og tolli allstaðar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Mér finnst stundum að mönnum sem stjórna þessu landi okkar sé bara ekki sjálfrátt þegar þeir stökkva fram með sínar ráðstafanir. Þegar umræðan kom um að það vantaði peninga í rekstur embættis lögreglunnar á Suðurnesjum var björgunin sú að splitta upp embættinu. Eins og það eitt og sér sparaði peninga. Það er vitað mál að Jóhann hefur ná gífurlegum árangri í starfi og er vel liðinn bæði innan starfsliðs og eins af almenningi á svæðinu. Ég man til dæmis eftir því á síðustu ljósanótt, þá gekk hann um svæðið með sínum undirmönnum og tók þátt í þeirra störfum, og það þykir mér góð stjórnsýsla þega æðstu yfirmenn eru sýnilegir.

Gísli Sigurðsson, 28.3.2008 kl. 09:18

4 identicon

Nú eru þekktar aðferðir í starfsmannafræðum sem gerir fólkið sáttara við breytingar. Rauði þráðurinn er að hafa samráð. Nú hefur allt þetta ferli verið með þeim hætti að allar mannauðsreglur hafa verið brotnar. Líklegast tekið í kennslubækur sem dæmi um slæmar samráðsaðferðir. Það á að sparka þeim sem sá um þetta ferli. Hver er hann annars?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Karl Jónsson

Það eina sem er gott varðandi þessa uppsögn Jóhanns, er að það finnast ennþá embættismenn sem eru ekki komnir á það þægileg fóður hjá ríkinu að þeir mótmæla því þegar vegið er að þeirra mati, að uppbyggingu og árangri í starfi sem þessu.

Karl Jónsson, 28.3.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband