Fallins félaga minnst - slys í minningarathöfn

Frá minningarathöfninni Mér finnst það bera vitni góðum hug að bifhjólamenn komi saman og minnist fallins félaga síns. Það er þó leitt að heyra að slys hafi orðið í minningarathöfninni - vonandi heilsast bifhjólamanninum vel.

Mér hefur fundist mjög virðingarvert að sjá hversu vel bifhjólamenn minnast félaga sinna. Það var sérlega eftirminnilegt þegar að Heiddi, Heiðar Jóhannsson, var kvaddur hér á Akureyri fyrir tæpum tveim árum, en hann lést langt um aldur fram í bifhjólaslysi.

Heiðursvörður þeirra var án vafa sá glæsilegasti í jarðarför hér á Akureyri til þessa, röð mótorhjóla eftir götum bæjarins. Þar sást vel hversu mikinn sess Heiddi hafði í sínum hópi og það hefur alltaf verið mikill samhugur hjá þeim þegar að félagar láta lífið. Það sést vel af athöfninni í kvöld. Það er virðingarvert og gott að sjá samstöðu þessa hóps.

mbl.is Árekstur við minningarathöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var rosalega flott ég að vísu vissi ekki af þessu fyrr en ég mætti röðini á sæbrautini og auðvitað skelti ég mér í hópinn. Mjög flott. Verst að heyra af slysinu vona samt að eþtta hafi ekki verið alvarlegt.

Jón Orri (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:39

2 identicon

Þetta voru nú ekki bara bifhjólamenn í akstrinum.

Sjálf var ég þarna með í röðinni, og ef það voru ekki vel yfir 150-200 bifhjól og bílar þá veit ég ekki hvað.

Slysið var víst ekki alvarlegt og slasaðist hann lítilsháttar og hefur það gott, samkv. því sem ég hef heyrt af hans vinum :)

Helga M. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 02:06

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin Jón Orri og Helga.

Gott að heyra meira af þessu og sérstaklega að slysið var ekki mjög alvarlegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2008 kl. 03:06

4 identicon

Mér finnst ótrúlega undarlegt að fólk skuli blogga um þetta. Alveg hreint stórmerkilegt.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband