Ţrír áratugir frá andláti Vilhjálms Vilhjálmssonar

Vilhjálmur Vilhjálmsson Ţrír áratugir eru liđnir frá ţví ađ Vilhjálmur Vilhjálmsson, einn ástsćlasti söngvari ţjóđarinnar, lést í umferđarslysi í Lúxemborg. Villi Vill er ađ mínu mati besti söngvari sinnar kynslóđar - hafđi tćra og hljómţýđa rödd, algjörlega einstaka og pottţétta ađ öllu leyti. Um leiđ er Villi einn af ţeim allra bestu á síđustu öld. Ţeir eru fáir sem hafa markađ stćrri skref í íslenska tónlistarsögu á svo skömmum tíma eins og hann gerđi.

Villi varđ fyrst frćgur ţegar ađ hann söng lögin Vor í Vaglaskógi, Raunasaga, og Litla sćta ljúfan góđa međ Hljómsveit Ingimars Eydals hér á Akureyri áriđ 1965 og voru allir vegir fćrir eftir ţađ. Ekki ađeins vegna ţess ađ hann var bróđir einnar ástsćlustu söngkonu ţjóđarinnar, Ellyjar Vilhjálms, heldur vegna ţess ađ hann hafđi allt sem ţurfti. Á ţrettán árum tók hann upp fjölda laga og lét eftir sig fjölbreytt og vandađ ćvistarf ţegar ađ hann kvaddi ţennan heim langt um aldur fram í sorglegu slysi.

Ţađ var mikiđ áfall fyrir íslenska tónlist ađ missa Villa sem ađeins 33 ára gamall hafđi náđ hátindi í sínum bransa og hafđi planađ svo margt meira í tónlistinni. Ţađ var mikill harmleikur fyrir íslenskan tónlistarbransa ađ honum auđnađist ekki ađ eiga fleiri ár í tónlistarsköpun sinni. En Villi lét eftir sig mikiđ og veglegt safn af vönduđu efni og enn í dag hlustar ţjóđin á ţennan frábćra söngvara. Ekki eru nema nokkrir mánuđir síđan ađ vegleg minningarútgáfa á lögum Villa fór í gull og er orđin ein mest selda plata af endurútgefnu efni til ţessa. Hann heillar fólk af öllum kynslóđum - jafnt unga sem aldna.

Eftir ţví sem árin líđa met ég Villa meira. Mér finnst hann vera sá söngvari á síđustu áratugum sem var einlćgastur í tónlistarsköpun sinni, söng tćrast og hljómţýtt. Hann náđi ađ afreka mjög miklu og hans sess er ódauđlegur međal ţjóđarinnar í íslenskri tónlist. Ţađ er mjög ánćgjulegt ađ heyra ađ fundist hafi eitt lag til viđbótar viđ hans vandađa ćvistarf og enn megi eiga von á ađ upplifa söngröddina hans Villa í nýju lagi á nćstu mánuđum. Ţađ er mikill fjársjóđur fyrir íslenska tónlist.

Uppáhaldslögin mín međ Villa Vill eru svo ótalmörg; en mér finnst ţó Lítill drengur, Söknuđur, Jamaíka, Ţú átt mig ein, Ţađ er svo skrítiđ, Ég labbađi í bćinn og Vor í Vaglaskógi standa upp úr. En ţađ er hćgt ađ telja endalaust upp eftirminnileg lög. Einshljóđfćrissinfónían er svo algjörlega ógleymanlegt lag - ţvílík snilld.

Villi er einfaldlega háklassi í íslenskri tónlist - ber mikla virđingu fyrir framlagi hans og ćvistarfi í tónlist. Guđ blessi minningu hans.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála ţér međ Villa.Einfaldlega frábćr og lögin eru guđdómleg hver á sinn máta.Blessuđ sé minning hans.Kveđja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráđ) 28.3.2008 kl. 22:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband