Kjarklítill ræningi með hníf í sitt hvorri hendi

Select-stöðin í Öskjuhlíðinni Ekki er hægt að segja að kjarkurinn hafi verið mikill í konunni sem ætlaði að ræna Select-verslunina með hníf í sitt hvorri hendi. Hún reyndi ekki einu sinni að biðja um pylsu með öllu og kók þegar að enga peninga var að fá - eða eitthvað annað í versluninni. Þetta var illa skipulagt rán framið greinilega af neyð og von um einhverja peninga.

Veit varla hvað á orðið að segja um þessi rán í borginni. Þetta er að verða daglegur viðburður og því miður eru ekki lengur stórtíðindi í sjálfu sér að ógæfufólk fari inn í verslanir og ætli þar að ræna einhverjum þúsundköllum. Þetta er ólánsfólk sem svona gerir og neyðin er greinilega mikil. Ekki er mikið skipulagt því að ránin eru framin vegna þess að fólki vantar peninga til að fjármagna neyslu eða eitthvað af því tagi.

Það er eitthvað orðið stórlega að í samfélaginu þegar að staðan er orðin með þessum hætti. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, í raun er þetta fólk að einhverju leyti að kalla á hjálp held ég með því að sjá ekkert annað í stöðunni en ræna verslanir til að fá pening. Það eru miklar ólánssögur á bakvið hverja svona ránstilraun.

mbl.is Ránstilraun í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband