Björn Ingi ráðinn ritstjóri Markaðarins

Björn Ingi Hrafnsson Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið ráðinn ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, við hlið Björgvins Guðmundssonar, og mun því stjórna viðskiptafréttum Stöðvar 2 sem Sindri Sindrason hefur séð um að undanförnu. Ráðning Björns Inga á fjölmiðil kemur ekki að óvörum, enda verið velt því fyrir sér að undanförnu á hvaða fjölmiðil hann myndi fara.

Eins og flestum er kunnugt er Steingrímur Sævarr Ólafsson, góðvinur Björns Inga, fréttastjóri Stöðvar 2, en þeir unnu hlið við hlið í forsætisráðuneytinu í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar; Steingrímur sem upplýsingafulltrúi hans en Björn Ingi var aðstoðarmaður Halldórs. Það kemur því varla að óvörum að Björn Ingi fari til verka hjá fréttastofu Stöðvar 2 og muni stjórna viðskiptaumfjöllun Stöðvarinnar og auk þess verði yfirmaður Markaðarins.

Björn Ingi var mjög mikið í að fjalla um viðskiptamál í REI-málinu, viðskiptatækifæri og möguleika í þeim geira og því kannski varla undrunarefni að hann fari í viðskiptaumfjöllun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ertu ekki degi of seinn með þetta ?

Þóra Guðmundsdóttir, 2.4.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Bumba

Ja hérna frændi, ég hélt að þetta væri 1 apríl gabb. Lengi getur vont versnað. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.4.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er ekki nema von að fólk spyrji sig að því. Mér skilst að það sé búið að munstra Binga á skútuna hjá 365.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.4.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: FrizziFretnagli

Ja hérna, þvílíkar hörmungarfréttir.  Ég mun ekki geta tekið viðskiptafréttir þessara fjöðmiðla alvarlega, vitandi að Björn Ingi er með puttana í þeim.

FrizziFretnagli, 2.4.2008 kl. 08:12

5 Smámynd: Bumba

Hehehehehhe,,, hehhhahhahahahehehhehahah  hihihihihihihihihihh    ja nú blöskrar mér alveg vinskapur. Hver ætli komi næst? Vilhjálmur Þ. forseti? Ingibjörg Sólrún páfi?  Ekki yrði ég hissa. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.4.2008 kl. 09:12

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bingi kominn með puttana í fréttirnar. gaman verður að sjá umfjöllun hans um OR, REI og Geysir Green í framtíðinni.

Fannar frá Rifi, 2.4.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Bullan

Það er ekki lítið sem þið Sjálfstæðismenn eruð heilagir. Veit ekki betur en að flestir frétta og íþróttafréttamenn RÚV komi beint úr Valhöll ekki truflar það ykkur? Held að þó svo að margt hafi gengið á í kringum Björn Inga í borgarstjórninni þá sé hann ágætur penni og með fréttanef. Var ekki bloggið hans þeim þeim mest lesnu eða hvað.

Bullan , 2.4.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband