Óánægja í Skaftahlíð vegna ráðningar Björns Inga?

Björn Ingi Hrafnsson Sögusagnir herma að óánægja sé meðal starfsfólks í Skaftahlíðinni vegna ráðningar Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins og yfirmanns viðskiptaumfjöllunar Stöðvar 2, einkum vegna aðkomu hans að einu mesta fjármálahneyksli þjóðarinnar. Þegar að ég skrifaði um þetta í gærkvöldi töldu sumir lesendur vefsins reyndar að þetta væri aprílgabb, enda margir hugsi yfir því hvað væri gabb og hvað ekki. Fréttin var endanlega staðfest með morgni.

Eðlilega er því velt fyrir sér hvers vegna Björn Ingi eigi að verða viðskiptaritstjóri hjá 365. Varla þarf annað en líta á stjórn 365 til að finna skýringuna. Eins og flestir vita er Pálmi Haraldsson þar mjög valdamikill. Einn nánasti samstarfsmaður hans er framsóknarmaðurinn Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sem er þar varamaður í stjórn. Þessir menn vildu Steingrím Sævarr Ólafsson á sínum tíma sem fréttastjóra Stöðvar 2 og settu hann þar inn í stað Sigmundar Ernis. Nú setja þeir Björn Inga þarna inn. Þess má reyndar geta að Matthías var einn nánasti bandamaður Jakobs Hrafnssonar, bróður Björns Inga, sem formanns SUF.

Það kemur reyndar engum að óvörum að Björn Ingi leiti sér að öðru að gera eftir að stjórnmálaferlinum lauk, um stundarsakir allavega. Öllum er ljóst hvernig tenging Björns Inga er við Steingrím Sævarr Ólafsson, fréttastjóra Stöðvar 2, en báðir störfuðu þeir í forsætisráðuneytinu í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar og þarf varla að undra að hann verði settur yfir einhver mál á þeim bænum en hlutverk hans verður mun veigameira með vali hans sem viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins og fróðlegt að vita hversu fljótt Þorsteinn Pálsson og Jón Kaldal samþykktu það.

Reynsla verður auðvitað að komast á Björn Inga í nýju hlutverki sínu, en hann hefur vissulega starfað við fjölmiðla og þá sem íþróttafréttamaður og þingfréttaritari Morgunblaðsins. Það er mjög merkilegt reyndar að svo skömmu eftir að Björn Ingi var einn valdamesti stjórnmálamaður borgarkerfisins og örlagavaldur í miklu pólitísku fjármálahneyksli eigi hann nú að fara að segja okkur óhlutdrægar fréttir væntanlega af REI og öllum hliðum mála frá Orkuveitunni og viðskiptatækifærum, t.d. í orkugeiranum.

Heyrði reyndar einn speking velta því fyrir sér í dag hvernig stæði á því að maður sem hafi numið sagnfræði við Háskóla Íslands og ekki lokið við það sé orðinn yfirmaður í viðskiptariti stærsta dagblaðs þjóðarinnar. En einhver virðist hafa trú á honum, altént er vel vitað að þetta er maður sem hefur haft mikinn áhuga á viðskiptamálum. Það verður spennandi að sjá hvernig honum gangi í nýju stjórnunarstarfi í Skaftahlíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Ha ha.  Með ráðningu Björns Inga til 365 eru þeir með en minna möguleikar að ég færi númer til Vodafone eða panta áskríft þeira  hjá  365.

Andrés.si, 3.4.2008 kl. 02:37

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sæll Stefán,
ég hélt líka að þetta væri aprílgabb og ég veit um enn fleiri sem héldu það einnig......... 

Ég er sammála þér að setja spurningu við hlutdrægnina en einnig að það verður að setja spurningu við svokallaðar "ekki fréttir" en fjölmiðlar eru einmitt valdamiklir fyrir þær sakir að þeir geta valið hvað þeir fjalla um og hvað EKKI!

Vilborg G. Hansen, 3.4.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Bumba

Góði Stefán minn, innan tveggja vikna eftir ráðningu Björns Inga munu 365 miðlar fara á hausinn. Alveg viss um það.  Með beztu kveðju.

Bumba, 3.4.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband