Miss Gísladóttir goes to Washington

Ingibjörg Sólrún Ţađ er ánćgjulegt ađ Ingibjörg Sólrún sé á leiđinni til Bandaríkjanna til ađ hitta dr. Condoleezzu Rice, utanríkisráđherra Bandaríkjanna, gagngert til ađ bćta samskipti landanna. Einkum eru ţetta góđ tíđindi í ţví ljósi ađ svo margir samflokksmenn ráđherrans hafa veriđ svo ósáttir viđ Condi og stefnu hennar og Bush forseta í utanríkismálum - voru hundfúlir yfir ţví ţegar ađ Davíđ Oddsson fór sérstaklega út til ađ heimsćkja Powell og Bush.

Ţađ er ekkert nema gott um ţađ ađ segja ađ Ingibjörg Sólrún vilji heimsćkja kollega sinn í utanríkisráđuneytiđ í Washington. Enda ţarf hún ekkert ađ skammast sín fyrir ţađ. Condi er ekki ađeins valdamesta blökkukonan í bandarískri stjórnmálasögu, heldur ađeins önnur konan á stóli utanríkisráđherra í Bandaríkjunum. Hún er sérfrćđingur í málefnum A-Evrópu, M-Austurlanda og Rússlands - talar rússnesku, frönsku, kínversku, spćnsku og ítölsku reiprennandi. Var ráđgjafi George H. W. Bush í forsetatíđ hans, 1989-1993, í málefnum Sovétríkjanna og Rússlands og var áberandi í ţeim málaflokki sérstaklega viđ lok kalda stríđsins í upphafi tíunda áratugarins.

Samstarf hennar og forsetans hófst ţó međan hann var varaforseti 1981-1989 og Rice starfađi fyrir varnarmálaráđuneytiđ. Allt frá ţeim tíma hefur samstarf Rice viđ Bush-fjölskylduna veriđ náiđ. Samvinna hennar og Bush eldri var reyndar svo náin ađ sá síđarnefndi kynnti Mikhail Gorbatsjov fyrir Rice á leiđtogafundi áriđ 1989 međ orđunum: "This woman tells me everything I have to know about the Soviet Union". Hún varđ ađalráđgjafi Bush yngri í utanríkismálum eftir ađ hann tilkynnti um forsetaframbođ sitt áriđ 1999 og hefur frá sumrinu 1999 unniđ sem lykilráđgjafi hans í málaflokknum.

Eftir ađ George W. Bush var kjörinn forseti í nóvember 2000 tilkynnti hann ađ Condi yrđi ţjóđaröryggisráđgjafi, fyrst kvenna. Hún hefur veriđ í lykilhlutverki alla tíđ síđan í forsetatíđ Bush og áberandi í fjölmiđlum og hefur síđustu ţrjú árin veriđ forystumađur í utanríkismálapólitík Bandaríkjanna, topp diplómat landsins. Eins og flestir vita hefur Bush útnefnt tvo valdamestu blökkumenn í bandarískri pólitík; Powell og dr. Rice.

Ţađ virđist á skrifum sumra um ţessi tíđindi ađ ţeir séu grautfúlir međ ađ Ingibjörg Sólrún ráđfćri sig viđ bandarísk stjórnvöld um heimsmálin. Ţađ er samt sem áđur skynsamt og gott ađ hún fari til Bandaríkjanna og rćđi viđ ţá sem ráđa för ţar og svo víđar um heiminn. Ţví ekki?

mbl.is Ingibjörg Sólrún hittir Rice
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Condooleezza Rice er óumdeilanlega ein mesta kona sem samtíminn hefur kynnst, hún er skarpgreind, međ eindćmum góđur diplómat, ţađ sést á öllum hennar verkum.
Framkoma hennar er ađ öllu leiti til sóma.
Margur mćtti taka hana sér til fyrirmyndar.
                             Góđar stundir.

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 3.4.2008 kl. 07:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband