Verða eldflaugavarnir á Íslandi?

Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde Mjög áhugavert að lesa vandaða umfjöllun á vef Viðskiptablaðsins sem Örn Arnarson, blaðamaður, skrifaði. Þar kemur fram að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún staðfestu afdráttarlaust eldflaugavarnaáform Bandaríkjastjórnar í Evrópu á leiðtogafundi NATÓ í Búkarest ásamt öðrum bandalagsþjóðum.

Áform af þessu tagi hafa ekki verið rædd hérlendis af neinni alvöru, svo ég viti til, hvað þá að Ísland styðji þau algjörlega afdráttarlaust. Mesta athygli vekur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, staðfesti áform af þessu tagi án athugasemda og hlýtur að vekja spurningar um utanríkisstefnu Samfylkingarinnar, þar sem lengi vel var mjög kuldalega talað til Bandaríkjanna.

Stóra spurningin sem ég velti fyrir mér er hvort áformin þýði að hér á Íslandi verði eldflaugavarnir settar upp á næstu árum. Ekki er óeðlilegt að spyrja þannig. Hér hefur engin umræða farið fram af alvöru um þetta mál. Ekki er hægt að afsaka þetta með að Geir og Ingibjörg hafi setið hjá - þarna eru allir með eða á móti. Einfaldara verður það ekki. Væri gaman að heyra hvernig þetta fer í Samfylkingarfólk.

Hvernig stóð á því að íslenska pressan svaf þetta algjörlega af sér og þetta hefur ekki verið rætt meira og af alvöru? Var það vegna þess að allir gleymdu sér við að tala um einkaflug ráðherranna? Sumir kalla það flottræfilshátt, ekki óeðlilegt svo sem.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband