Baugur selur - rofið á tengslin við Ísland?

Jón Ásgeir og Jóhannes

Það eru stórmerkileg tíðindi að Baugur hafi ákveðið að selja hlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum. Vissulega eru kaupendur tengdir Baugi en í þessu felst einkum að Baugur er að rjúfa að mestu helstu tengsl móðurfyrirtækisins við landið. Ætli að þar ráði ekki mestu að ímynd landsins hafi neikvæð áhrif á mikilvægum mörkuðum.

Baugur hefur með fjölmiðlarekstri sínum haft víðtæk áhrif og mun eflaust hafa það áfram undir niðri, þó breytt sé nafni eigenda og það séu einhverjar breytingar. Ramminn utan um þetta verður sá hinn sami. Í þessum efnum er þó helst spurt um hvort Baugur sé í raun ekki að horfa út fyrir niðursveifluna með því að sækja í aðrar áttir og hafa fókusinn í aðrar áttir.

Áhugavert verður að sjá hversu miklar breytingar verði á þessum fyrirtækjum sem voru í eigu Baugs og undir forystu lykilmanna þeirra eftir þetta, en væntanlega er um að ræða aðeins inn og út um gluggann viðskipti þar sem reynt er að hafa viss áhrif á stöðuna með eigendabreytingum innan sama hópsins.


mbl.is Baugur selur fjölmiðla- og fjármálafélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjónhverfingar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.4.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Hörður. Gaman að heyra í þér. Hvernig líst þér á ítölsku þingkosningarnar? Mun ekki Berlusconi taka þetta um næstu helgi?

Heimir: Jamm, abracadabra. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.4.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband