Óprúttið hótelplott um skortstöðuna í Íslandi

Peningar Það er alveg stórmerkilegt að lesa greinina í Financial Times og fá smá innsýn í plottpælingar alþjóðlegu peningamannanna með íslensku bankamönnunum á 101 hótel í upphafi ársins. Er þjóðsögu líkast. Fer ekki á milli mála að þarna eru komnir þeir óprúttnu aðilar sem Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gerði að umtalsefni í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans.

Peningamennirnir í útrásinni hafa talað digurbarkalega og farið langt í landvinningum. Nú virðist stólað á að ríkið komi þeir til bjargar á örlagastundu. Hratt flýgur stund í gleðinni, segir maður nú bara. Eftir allar sælustundirnar, bruðlið og peningaplottið virðist komið að því að hægja verði á ferðinni eftir mikla keyrslu. Fróðlegt verður nú að sjá hvernig það verður allt saman er yfir lýkur.

Þessi plottsaga af hótelinu jaðrar við frásögn í skáldsögu. Hún er þó eflaust merkilega sönn - innsýn í heim þar sem spilað er upp á mikla hagsmuni.

mbl.is Allir taka skort í Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband