Ingibjörg Sólrún lítur í heimsókn til Condi Rice

Ingibjörg Sólrún Það er ánægjulegt að Ingibjörg Sólrún sé á leiðinni til Bandaríkjanna til að hitta dr. Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagngert til að bæta samskipti landanna. Einkum eru þetta góð tíðindi í því ljósi að svo margir samflokksmenn ráðherrans hafa verið svo ósáttir við Condi og stefnu hennar og Bush forseta í utanríkismálum - voru hundfúlir yfir því þegar að Davíð Oddsson fór sérstaklega út til að heimsækja Powell og Bush.

Það er ekkert nema gott um það að segja að Ingibjörg Sólrún vilji heimsækja kollega sinn í utanríkisráðuneytið í Washington. Enda þarf hún ekkert að skammast sín fyrir það. Condi er ekki aðeins valdamesta blökkukonan í bandarískri stjórnmálasögu, heldur aðeins önnur konan á stóli utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Hún er sérfræðingur í málefnum A-Evrópu, M-Austurlanda og Rússlands - talar rússnesku, frönsku, kínversku, spænsku og ítölsku reiprennandi. Var ráðgjafi George H. W. Bush í forsetatíð hans, 1989-1993, í málefnum Sovétríkjanna og Rússlands og var áberandi í þeim málaflokki sérstaklega við lok kalda stríðsins í upphafi tíunda áratugarins.

Samstarf hennar og forsetans hófst þó meðan hann var varaforseti 1981-1989 og Rice starfaði fyrir varnarmálaráðuneytið. Allt frá þeim tíma hefur samstarf Rice við Bush-fjölskylduna verið náið. Samvinna hennar og Bush eldri var reyndar svo náin að sá síðarnefndi kynnti Mikhail Gorbatsjov fyrir Rice á leiðtogafundi árið 1989 með orðunum: "This woman tells me everything I have to know about the Soviet Union". Hún varð aðalráðgjafi Bush yngri í utanríkismálum eftir að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt árið 1999 og hefur frá sumrinu 1999 unnið sem lykilráðgjafi hans í málaflokknum.

Eftir að George W. Bush var kjörinn forseti í nóvember 2000 tilkynnti hann að Condi yrði þjóðaröryggisráðgjafi, fyrst kvenna. Hún hefur verið í lykilhlutverki alla tíð síðan í forsetatíð Bush og áberandi í fjölmiðlum og hefur síðustu þrjú árin verið forystumaður í utanríkismálapólitík Bandaríkjanna, topp diplómat landsins. Eins og flestir vita hefur Bush útnefnt tvo valdamestu blökkumenn í bandarískri pólitík; Powell og dr. Rice.

Það virðist á skrifum sumra um þessi tíðindi að þeir séu grautfúlir með að Ingibjörg Sólrún ráðfæri sig við bandarísk stjórnvöld um heimsmálin. Það er samt sem áður skynsamt og gott að hún fari til Bandaríkjanna og ræði við þá sem ráða för þar og svo víðar um heiminn. Því ekki?

mbl.is Utanríkisráðherra fundar með Condoleezzu Rice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Condi var ráðgjafi Bush og sjáðu hvert það hefur leitt þennan versta forseta sögunnar. Svo hafði Bush auðvitað annan ráðgjafa sem var engu skárri en Condi, það var hinn ímyndaði vinur Bush fjölskyldunnar eða geymgaldrakarlinn guð. Sem kann nú ekki góðri lukku að stýra.

Valsól (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband