Hversu mikið mun stóra stoppið skaða bílstjórana?

Sturla Jónsson Er ekki í vafa um að atvinnubílstjórar munu endanlega tapa stuðningi meðal meginþorra landsmanna ef þeir láta verða af því að efna til þessa stóra stopps sem þeir hafa í kortunum. Eftir mörg mistök síðustu daga í málflutningi sínum og framsetningu mótmælanna myndi það gera út af við málstað þeirra endanlega. Efast um að það styrki þá að stoppa umferð tímunum saman.

Þegar að þessi mótmæli byrjuðu velti ég fyrir mér hversu lengi væri hægt að halda þeim á siðsamlegu plani og hversu langt þeir gætu farið með þau. Langvinn mótmæli beind að almenningi í umferðinni var ekki vænlegt til árangurs, var það kannski fyrstu dagana, en stórt stopp mun ekki gera neitt annað en kalla fram reiði almennings og útþynna þessi mótmæli. Eftir atvikið í gær og talsmáta þess sem frontar hópinn yrði það frekar stórslys en stórt stopp.

Það er erfitt að skynja hvað er rétt og rangt í mótmælum þegar að hitinn ber fólk ofurliði við að tjá skoðanir sínar. Mér sýnist sem að bílstjórarnir séu að gera elstu mistökin í mótmælum, en það er að skaða málstaðinn með rangri framsetningu mótmælanna.

mbl.is Bílstjórar ræða um „stórt stopp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

Ég hef aldrei stutt þessi mótmæli og finnst gaman að sjá hvað margir eru að skipta um skoðun núna

Davíð Þorvaldur Magnússon, 12.4.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef marka má fyrirsagnir spjallverja sem blogga um þessa frétt þá er stuðningur gagnvart þessum ólögmætu aðgerðum ekki eins mikill og þeir vilja halda fram.

 

Óðinn Þórisson, 12.4.2008 kl. 13:48

3 identicon

 mikið tek ég undir með þér og miðað við málflutninginn er ég farinn að hallast að að  þessi atvinnustétt sé sennilega með lægst greindarvísitölu hér á landi,en að almenningi skuli detta í hug að styðja þessa kalla sem eru bara að hugsa um eigin hag, og kemur í raun engum við nema þeim sem eru atvinnurekendur, svo leggja þeir bílum sínum út um allan bæ sem er undarlegt að menn sem eru í atvinnurekstri skuli ekki útvega sér aðstöðu fyrir sín tæki og tól ........................ fyrir utan það góðæri sem verið hefur hjá þeim undanfarinn ár þá máttu allir vita að kjör myndu versna og að olía hækkaði, en nei þeir keyptu sér öflugri og eyðslumeiri bíla (sennilega flestir á stórum pick-uppum og jeppum líka ) svo það er kannski ekki von að þeir væli þessir vitleisingar    nei ég vill þungaflutninga af götum landsins og að menn beri meiri ábyrgð á þeim skemmdum sem þeir valda,en ekki að við á okkar einkabíl (sem við borgum td vörugjald af og fáum engan afslátt af eldsneyti ) nei dýrari olíu á þunga bíla mun dýrari   segi ég og meina

gretar (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:35

4 identicon

Fyrirgefiði, nú get ég ekki lengur orða bundist. Ég hef verið að fylgjast með bloggi um vöru- og flutningabílstjóra á þessari síðu og reyndar öðrum líka og ég bara á ekki orð. Nei fyrirgefiði ég á sko mörg orð og tjái þau hér nú. Hvaða helv.. aumingjaskapur er í þessari þjóð???? Árum saman hef ég heyrt fólk kvarta; þetta kostar of mikið, alltaf allt að hækka, fjandans ríkistjórn og það sem meira er; afhverju gerir enginn neitt. En nú þegar loksins einhverjir gera eitthvað þá vælir þjóðin eins og hin örgustu smábörn. Ég vil taka það fram að ég er ekki vörubílsstjóri, ég á ekki fyrirtæki og enginn sem ég þekki keyrir eða á vörubíl. En núna loksins þegar einhver gerir eitthvað og við hinn almennur borgari kemst ekki leiðar okkar AKKURRAT NÚNA Á STUNDINNI!! þá eru allir að tapa sér. Ég segi hvaða aumingjaskapur er farin að einkenna þessa þjóð, ég heyri útundan mér fólk kvarta og kveina: Við ættum að gera þetta eins og Frakkarnir, þeir kunna sko að mótmæla. Og núna LOKSINS þegar einhver gerir það þá fara allir að grenja og væla yfir því. Mér gæti ekki verið meira sama um hvort að vöru- eða flutningabílstjórar fái ódýrari olíu, ÉG vil ekki kaupa bensín eða dísel yfir 140-160 krónurnar. Ég segi áfram vöru- og flutningabílstjórar þið hafið greinilega þor í að gera það sem hinir aumingjarnir hafa ekki. Þeir bíða bara eftir næstu hækkun, væla svo yfir henni en borga bara því að ekki kemur til greina að labba eða hjóla eða jafnvel að það séu fleiri en einn í bíl á leið á sama vinnustað. Í öllum mótmælum geta hlutir farið úrskeiðis eða eitthvað óheppilegt getur gerst ég ætla ekki að afsaka þá í þeim efnum, en hættið þessu bölvaða væli og hjálpið þeim að ná því í gegn að við þurfum ekki að borga eins mikið fyrir eldsneytið, sýnið að þið séuð sannir Íslendinar og hættið að væla.

Brynhildur Vilhjálmsd (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:11

5 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Ég er sammála þér Stefán.

Gunnar Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 19:43

6 Smámynd: Dunni

"Er ekki í vafa um að atvinnubílstjórar munu endanlega tapa stuðningi meðal meginþorra landsmanna ef þeir láta verða af því að efna til þessa stóra stopps sem þeir hafa í kortunum".

Nákvæmega þetta er það sem íslenskkir launþegar hafa alltaf fengið í andlitið þegar þeir hafa staðið frammi fyrir harðri baráttu fyrir launum og lífsafkomu sinni. Þvi miður hefur hefur þessi neikvæðni fyrir bættum lífskjörum, runnin undan rifjum gamla flokkseigandafélags folkks allra landsmanna, dregið máttinn úr  lífskjarabaráttu  íslenskra  launþega.

Nú er öldin önnur. Fjölmiðlar eru orðnir frjálsari á Íslandi og Íslendingar vita hvernig fólk í nágrannalöndunum hefur það.  Þeir vita að það eina sem er dýrara í Noregi en á Íslandi er mjólk og mjólkurafurðir og bílar. Þannig er það lá hinum Norðurlöndunum líka.

Ef íslensk alþýða ætlar einhverntíma að búa við svipuð eða jafn góð kjör og nágrannaþjóðrinar verður hún að berjast fyrir því.  Það er engin sem gefur alþýðunni betri kjör eða nokkuð annað.

Úrtölufólk þarf kanski ekki betri kjör. En það hefur alltaf verið tilbúið að þyggja launahækkanir sem verkalýðsbáráttan hefur fært hinum venjulega lunþega. Ég ætla ekkert að segja hvort það fólk, sem alltaf er neikvætt í garð kjarabaráttu, á skilið nokkrar kjarabætur. 

 En ég myndi gleðjast ef íslensk alþýða gæti lifiða jafn góðu lífi af 8 tíma vinnu degi á Íslandi eins og ég geri af 7 tíma vinnudegi í Noregi.

Þess vegna hvet ég alla sem vettlingi geta valdið styðja vörubílstjórana og krefjast þess að geta lifað af dagvinnuinni einni saman. 

GÞÖ

http://orangetours.no/  

Dunni, 12.4.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er þetta ekki gott dæmi um stétt þar sem búið er að vera offramboð á atvinnubílstjórum, síðan eru þeir búnir að undirbjóða hvern annan og eru núna að súpa seyðið af því.

Fannar frá Rifi, 12.4.2008 kl. 21:17

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta kann að vera rétt hjá Fannari frá Rifi. Ég er samt ennþá hlynnt þessum mótmælum og tel að þeir séu að fórna tíma og fé til að  berjast fyrir almenning og sjálfa sig auðvitað líka. Þeir verða bara að passa að loka ekki alveg vegum upp á öryggismálin að gera. Við verðum  bara að fórna einhverju líka þannig að kannski komumst við ekki í búð eða í vinnu á tilsettum tíma. Við verðum að standa saman ef einhver á að taka mark á mótmælum. Ég vil ekki trúa því að við séum orðin svo miklir vesalingar að við getum ekki komist í gegnum eitt stræk eins og fólk gerði hér áður... en by the way hvar eru hagsmunafélög launþega? af hverju heyrist ekkert frá þeim? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:02

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin

Hef svosem aldrei lýst beint yfir stuðningi við þessi mótmæli. Hinsvegar skil ég vel af hverju þeir fóru þessa leið og mér finnst það að mörgu leyti skiljanleg ákvörðun á sínum tíma. En það er hægt að eyðileggja málstað sinn með röngum ákvörðunum og vondri taktík. Því miður hefur það gerst í þessu máli hjá bílstjórunum. Orðbragð talsmanns bílstjóranna er fjarri því gott, hefur gengið of langt, og stórt stopp af þessu tagi er algjört rugl, sem mun aðeins koma niður á almenningi í umferðinni. Mótmælin á mánudag voru sterk að mörgu leyti, allavega beint að þeim sem taka ákvarðanir um eldsneytisgjaldið. En þeir verða auðvitað að gera það sem þeim finnst. En síðustu skref þeirra eru að skemma fyrir þeim mótmælin. Það er bara heiðarlegt mat.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.4.2008 kl. 23:07

10 identicon

 Ég verð nú að koma einu að !!! Bílstjórarnir eru ekki með vot af kröfum sem snerta almening nema þá sem eru á dísel bílum (vilja lægri þungaskatt,fá að vinna meira, fá í dag að vinna 2x4,5 tíma á dag plús matar og kaffitímar jafnt og ca 10-11 tíma vinnudagur,auk þess að þeir fá að vinna 2x4,5 plús 1 tíma 2 í viku jafnt og 11-12 tímar)

En af þeirra 158 kalli´á lítran fá þeir vsk til baka svo ríkið fær ekki nema ca 42 kr af hverjum lítra og þeir fá ca 15 kall í afslátt frá olíufélögunum svo þeirra greiðsla pr lítra er ca 114-115 krónur (svo borga þeir ekki vörugjald að tólunnum sínum,fá vsk endurgreidan,og frádrátt frá staðgreiðslu vegna kostnaðar af öllu saman), og mótmæli styð ég en þetta er bara bull, mjög grunnhyggið og beint að vitlausum aðilum,frekar ættu þeir að gera eins og dred-lokka mótmælendurnir (sem við tókkum alllllllllllllt öðruvísi á)fara td fyrir utan alþingi,olíufélöginn,heimili samgöngu og fjármálaráðherra en kannski fyrst og fremst að mómæla við OPEC ríkinn sem stjórna heimsmarkaðsverði á olíum 

og hana nú (sagði hænan og lagðist á bakið)

Gretar (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband