Flott söngkeppni á Akureyri - þörf á breytingum?

Sigurður Þór Óskarsson Við á Akureyri megum vera stolt af söngkeppni framhaldsskólanna, sem var haldin hér í bænum í kvöld. Hún tókst í alla staði mjög vel upp og gott að metnaður sé fyrir því af hálfu allra aðila að senda keppnina út héðan. Held að þetta sé í þriðja eða fjórða skiptið sem það var gert. Anna Katrín og Eyþór Ingi unnu keppnina bæði hérna heima á sínum tíma, fyrir sína skóla - MA og VMA.

Vil óska Sigurði Þór Óskarssyni, sem söng fyrir Verzlunarskóla Íslands, innilega til hamingju með verðskuldaðan sigur, en mér fannst hann standa sig hiklaust best í kvöld með flott lag, íslenskaða útgáfu af The Professor með Damien Rice. Fulltrúar skólanna hér stóðu sig vel; bæði Stefán Þór Friðriksson með Radiohead-lagið Fake Plastic Trees og Helga Maggý Magnúsdóttir með Coldplay-smellinn Fix You. Lagið sem lenti í þriðja sætinu, sungið af fulltrúa FÁ, var líka súpergott. 

Hér um helgina hefur mikið af ungu fólki verið í bænum vegna keppninnar og ég vona að það hafi skemmt sér vel og notið þess að koma norður. Vonandi verður það fastur liður hér eftir að keppnin sé haldin hér nyrðra. Skemmtilegt að horfa á keppnina, enda eru mörg góð tónlistarefni í þessum hópi, flestir undirbjuggu sig vel og lögðu allt sitt í atriðið. Flest mjög fagmannlega gert. Ekki geta allir unnið, en ég hef trú á því að í þessum hópi sé margir mjög efnilegir söngvarar sem geti farið mjög langt.

Í fyrra sigraði Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson keppnina, fyrir VMA, með Deep Purple-laginu Perfect Stranger. Man ekki hvað það hét á íslensku í flutningi hans. En hvað með það, Eyþór Ingi stóð sig langbest í keppninni þá og hefur vakið mikla athygli síðan. Þá varð Arnar Már Friðriksson í öðru sætinu, man reyndar ekki fyrir hvaða skóla. Þeir keppa um næstu helgi til úrslita um söngvarastöðuna í Bandinu hans Bubba. Tveir flottir söngvarar. Mér finnst þó Eyþór Ingi bera af og er viss um að hann sigri.

Reyndar er einn galli við keppnina. Hún er eiginlega of löng. 32 söngatriði eru ansi veglegt prógramm og væri ekki svo galið að splitta keppninni upp og gera þetta þéttara prógramm. Þó það sé alltaf gaman af söngkeppnum er þetta kannski einum of langt. Mætti hugsa um margar leiðir til að stokka þetta eitthvað upp.

mbl.is Verslósigur í söngkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Já þetta var stórskemmtilegt á að horfa, fjöldinn allur af hæfileikafólki og mikil fjölbreytni.

Tek undir hamingjuóskir til sigurvegarans sem var vel að sigrinum kominn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2008 kl. 00:38

2 identicon

Laglausar og ófrumlegar dekurrófur.

Kristján P. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 07:45

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Sviðið sem þetta fór fram á í gær virtist reyndar hálfklárað, hljómsveitin að sjálfsögðu á vitlausum stað og yfirleitt hálfgert kaos-ástand á sviðinu.

Ólafur Björnsson, 13.4.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það má ekki gleymast að þarna var haldin söngvakeppni áhugasamra framhaldsskólanema.

Söngurinn var misjafn, en það var mat dómnefndar líka, þótt Sigurður Þór hafi verið vel að sigrinum kominn.

Verst þótti mér þó hvað kynnirinn réði illa við okkar ástkæra ylhýra móðurmál.

Sigurður Ingi Jónsson, 13.4.2008 kl. 12:00

5 identicon

Sum þessara krakka voru alveg ágæt. En ég held að Söngvakeppni framhaldsskólana sýni ekki lengur bestu söngvarana í þessum aldursflokki. Ég get tekið nýlegt dæmi Soundspell sem sigruðu í alþjóðlegri lagasmíðakeppni í vikunni. Ég sá þá á NASA á Airwaves og söngvarinn þeirra er ótrúlega góður. Mun betri en flestir fullorðnir söngvarar á Íslandi og mun betri á tónleikum en á plötunni. Hann slær aldrei feiltón og er með óaðfinnanlega túlkun. Þetta er bara dæmi, ég hef séð fleiri hljómsveitir á menntaskólaaldri sem eru með fína söngvara, betri en sáust í keppninni.

Helga Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband