Margir í bænum um helgina

Akureyri Miðað við mikinn fjölda ferðamanna í bænum um helgina má segja að helgin hafi í heildina komið vel út hér á Akureyri. Hundruð framhaldsskólanema voru hér vegna söngkeppni framhaldsskólanna, sem fór vel fram í íþróttahöllinni í gærkvöldi og auk þess var snjóbrettamót í Hlíðarfjalli, auk fjölda annarra viðburða.

Það má alltaf búast við einhverju skralli þar sem mikill fjöldi kemur saman, er bara hluti af dæminu og ég held að allir sem komu hingað hafi skemmt sér vel að mestu leyti. Söngkeppni framhaldsskólanna er að verða fastur viðburður á Akureyri og það er mjög ánægjulegt að fá allan þennan hóp hingað og sérstaklega gott fyrir skólana hér að vera með keppnina á heimavelli.

Þannig að ég tel að allir geti verið vel sáttir eftir helgina. Hingað komu mjög margir og vonandi hafa allir fundið eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi.

mbl.is Erill hjá lögreglunni á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband