Klúður hjá Obama - sjálfstortíming demókrata

Barack Obama Barack Obama varð á alvarleg pólitísk mistök þegar að hann talaði illa um almúgafólk í Bandaríkjunum og sagði það biturt og fast í klóm trúar og skotvopna - þetta veikir mjög möguleikana á því að hann verði næsti forseti Bandaríkjanna. Þetta mun fylgja honum hér eftir í kosningaslagnum - minni Hillary hann ekki á þetta munu repúblikanar glaðir gera það. Þeir munu spila þetta aftur og aftur fyrir kosningar. Svona svipað og þegar að þeir rústuðu John Kerry með Íraksummælunum frægu.

Þegar allt kemur til alls er Barack Obama því miður ekkert annað en reynslulaus stjórnmálamaður og virðist bæði snobbaður og úr tengslum við almenning. Obama hefur gert alvarleg mistök á síðustu vikum og er að færa bæði Hillary og John McCain gullin tækifæri til að leggja hann í rúst pólitískt. Enginn stjórnmálamaður með viti í baráttu um valdamesta embætti heims lætur svona ummæli flakka, nema þá að honum sé skítsama um allt. Enda hefur það komið fram að Obama sagði þetta á lokuðum fundi í San Francisco, vissi ekki að ummælin voru tekin upp og hefur tekið klaufalega á viðbrögðum almennings.

Sérstaklega eru þetta alvarleg mistök fyrir Obama í ljósi þess að hann á eftir að fara í forkosningar í Pennsylvaníu og Indiana - sannfæra almenning þar, sem hann hefur talað kuldalega um, um að kjósa sig og það sem fulltrúa vonar og nýrra tíma. Sá grunnur veikist mjög með svona ummælum og vandséð hvernig fólk á þessum slóðum geti séð að Obama sem sannan boðbera málflutnings síns. Svona ummæli skaða hann í þeim ríkjum sem hann má ekki við að tapa í, hvort sem það verður gegn Hillary eða McCain. Það má treysta því að þessi ummæli verði spiluð aftur og aftur, ekki mun vanta þá sem vilja rústa þessum manni.

Held reyndar að demókratar séu búnir að klúðra þessu kosningaári. Obama hefur afhjúpað sig sem hatursfullan tækifærissinna, nauðaómerkilegan stjórnmálamann að öllu leyti, og Hillary náði ekki að sameina flokkinn að baki sér. Flokkurinn er klofinn og vandséð hvernig þar verði sameinast um frambjóðanda. Mistök Obama veikja hann ekki síst meðal óákveðinna kjósenda sem munu hér eftir taka öllu sem hann segir með varúð. Honum hefur verið hrósað með skrúðmælgi sínu en hann virðist mjög gloppóttur og falskur innst inni eftir allt saman.

Er farinn að hallast að því að John McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna. Hann nýtur góðs af sjálfstortímingu demókrata. Heimskulega kjaftablaðrið í Obama og vitleysan í Hillary hefur leitt til þess að þau hafa bæði fallið í áliti. Get ekki betur séð en að demókratar séu komnir í algjört fen með forkosningaferlið og hafi misst sig út í algjöra vitleysu. Obama hefur sérstaklega fallið í áliti, átti eiginlega von á að hann væri vandaðri stjórnmálamaður og missti sig ekki í svona snobbhatur á almúgafólki.

Það versta er að hann hefur ekki einu sinni manndóm til að biðjast afsökunar á ruglinu í sér. En við hverju má búast frá manni sem fór með konu og börn í sunnudagsmessu til rugludallsins Jeremiah Wright.

Þetta kallast víst elítuismi sem hrjáir Obama - ekki satt?

mbl.is Obama harmar ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Voðalega er þér eitthvað illa við Obama! Þessi skrif þín eru í raun óskiljanleg - að kalla svartann mann sem var alinn upp af einstæðri móður í Bandaríkjunum og hefur þurft að vinna sig upp, og hefur unnið mikið sjálfboðastarf í Chicago einhvern elítista - þegar hann er að keppa móti fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna sem var með yfir $100 miljónir í árslaun á síðasta ári! Þetta er bull. McCain og Hillary eru að nota þetta eins og þau geta til að reyna lyfta sjálfum sér, og Hillary ætti að skammast sín fyrir það því hún á engan séns á því að vinna þar sem hún er meira en hundruð kjörmanna og miljónum atkvæða á eftir Obama. Eina leiðin er að vinna öll ríkin sem eftir eru með gífulegum mun, og sama hvað hann myndi segja þá er það ekki að fara gerast. Að kalla manninn gloppóttann og falskan er mjög langt frá sannleikanum - þú verður að finna þér ameríska fjölmiðla sem eru í meiri tengslum við raunveruleikann til að lesa!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.4.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg stend ennþá með  Hillary Clinton,og tel að hún muni sigra  John McCain,/sosum hvað hefur hann til bruns að bera,ekki neitt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.4.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég get ekki annað en talað frá mínu brjósti Jónas minn. Mér finnst Obama engan veginn vera eins traustur valkostur og ég taldi hann vera. Hef skrifað hér lofsamlega áður um hann og í raun verð ég að viðurkenna að mér fannst hann besti valkosturinn í Hvíta húsið og hafði reyndar sagt það hér hreint út. Hann er samt engan veginn eins fullkominn og það hefur virkað á yfirborðinu.

Obama hefur auðvitað gert mikil mistök. Hann ætlaði aldrei að láta þessi ummæli verða opinber, enda eru þau mjög dapurleg ummæli, illa orðuð um almúgafólk. Það er svona sem ummælin skiljast. Það er eitt að hugsa svona og annað að segja það. Það verða margir hugsi eftir svona tal.

Það er fjarstæða að ég hafi eitthvað hampað Hillary Clinton hér og finnst reyndar merkilegt að heyra það frá þér að ég hafi eitthvað verið mikið að tala fyrir hennar málstað. Dáist reyndar af verkum hennar á löngum ferli, einkum Clintons forseta. En það er ekki þar með sagt að ég dýrki einhvern í þessum slag eins og fótboltalið og verji no matter what.

Það er ljóst að Kerry klúðraði forsetakosningunum 2004 með talsmáta sínum, hann færði Bush sigurinn að ég tel allt að því á silfurfati með tali sínu um Írak. Hann og Gore voru úr tengslum við almúgafólk og töpuðu á því. Það verður að ráðast hvernig fer fyrir Obama, en ég tel að McCain sé eini maðurinn sem hagnast á því hvað er að gerast hjá demókrötum.

Vil svo annars benda á það að þó að ég tali hreint út um það sem mér finnst hata ég engan. En ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Obama. Taldi hann einfaldlega heilsteyptari og betri stjórnmálamann en þetta.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.4.2008 kl. 00:03

4 identicon

Ef þú hefur horft á ræðuna hans frægu um "race and politics!" þá er nokkuð augljóst að hann er að gagnrýna aðstæður fólksins en ekki fólkið sjálft. 

En það er rétt, það er auðvellt að snúa út úr þessu eða misskilja ef maður þekkir ekki bakgrunninn. 

Fransman (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:34

5 identicon

Jónas, Það má kannski benda þér á að hún var ekki með yfur 100 milljónair dala í árslaun á síðasta ári, það er fáránlegt að halda það, hvar ætti hún að fá slíka upphæð á einu ári.   hinsvegar voru Clintin HJÓNIN með 108 milljónir dala samanlagt í tekjur, í nokkur ár, að ég held frá því að þau fóru úr hvíta húsinu, og stafaði það mestallt af bók Bill Clintons og ræðuhöldum hans.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband