Þorgerður Katrín á að sniðganga Ólympíuleikana

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirGeri þá kröfu til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, að hún sniðgangi Ólympíuleikana í Peking í sumar og tali með því gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Kína. Ákveði hún að fara er ekki hægt annað en líta svo á að ráðherrann sé að hampa stjórnvöldum í Kína og mannréttindabrotum þeirra. Við eigum að taka af skarið sem fyrst um að ekki verði farið. Þetta hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þegar gert með myndarbrag.

Öllu mannréttindasinnuðu fólki er fyrir löngu nóg boðið hvernig stjórnvöld í Kína fótumtroða mannréttindi. Á þessu Ólympíuári í Kína er mikilvægt að taka af skarið og tala máli mannréttinda, ekki bara í Kína heldur um víða veröld. Það er gert með því að sniðganga Ólympíuleika í landi einræðis og skoðanakúgunar. Það er gullið tækifæri að berja á Kínverjum á þessu ári og tala gegn stjórnvöldum þar með því einmitt að sniðganga Ólympíuleikana.

Þorgerður Katrín á að vita þetta og ætti að senda út þau skilaboð sem fyrst að hún ætli að sitja heima. Fari stjórnmálamenn á íþróttahátíð í einræðisríki er auðvelt að túlka það sem svo að mannréttindi skipti þá engu máli. Í slíkri ferð felast allavega pólitísk skilaboð. Ætla rétt að vona að Þorgerður Katrín sé það merkilegur stjórnmálamaður að afþakka pent að fara til Kína.


mbl.is „Murderers" málað á kínverska sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Ég er á sömu skoðun og þú en á sama tíma er ég á báðum áttum eftir að vinkona mín sem er japönsk benti á það um daginn að hugarfar Kínverja er allt öðruvísi en okkar hér á Vesturlöndunum. Þetta er ævagamalt veldi og að auðmýkja Kína mun aðeins bitna á Tíbet.

Hér er það sem hún skrifaði, frekar óhugnaleg tilhugsun:

Remember when you protest, who you are protesting against...

It's effing China. big and ancient and complex like we don't have a clue. Japan is a punk kid compared to China. It works on a scale of time that is incomprehensible to us. One hundred, two hundred years? Sure, why not?

The one thing we know for sure about China is that if you tell it what to do, it gets pissed off. If it's humiliated before a world audience, then it gets even more pissed. If you protest the Olympics on behalf of Tibet, it will take it out on the Tibetans. It will clamp down on them in ways that won't be clear for a generation or two or ten. By that time, protestors might have found another cause, but it won't matter. China will just keep making life miserable for the Tibetans...if there are any tibetans left.

My point? If you try to use the Olympics to quickly shame China into easing up on Tibet, forget it. You'll just make it worse. If you are protesting on behalf of Tibet, it's going to be a long, sluggish push that might not end in your lifetime. I'm not saying it won't work. I'm not even saying you shouldn't do it... but... are you in it for the duration?

Ellý, 13.4.2008 kl. 20:03

2 identicon

Ég ætla að leyfa mér að vera þér hjartanlega sammála. Stebbi. Þetta er ansi snúið pólitískt, þegar ríkisstjórnin samþykkir "eitt Kína". En það er samnorræn samþykkt að ég held. En við erum að tala um fjarveru stjórnmálamanna ekki íþróttamanna. Já, sammála.... gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Já, en það er svo gaman að ferðast og það er helsti bitlingurinn og skemmtilegheitin við að vera ráðherra: að geta heimsótt öll stóru LÖNDIN. Það bara verður að afsakast þótt pólitísk réttsýni og siðferðileg gæska sé látin víkja ef það býðst að fara alla leið til Kína. Ha?

LKS - hvunndagshetja, 13.4.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Algjörlega sammála þér.

Núna er tækifærið til þess að hafa bein áhrif. Sumir segja að ekki eigi að blanda saman íþróttum og pólitík. Yfirleitt er talað nógu daufum eyrum fyrir mannréttindamálum þannig að svona tækifæri er ekki hægt að láta frá sér.

Ég vona svo innilega að íslensk stjórnvöld gangi fram fyrir skjöldu og taki einarða afstöðu í þessum málum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 13.4.2008 kl. 20:52

5 identicon

Hún er þegar búin að gefa út þá yfirlýsingu að hún muni fara.  Segist vera fara þarna í boði íþróttahreyfingarinnar en ekki þarlendra stjórnvalda.  Hverjum dettur í hug að íslenska ríkisstjórnin vilji styggja valdhöfunum í Beijing?  Til þess eru hagsmunir of mikil.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætlar íþróttahreyfingin að borga farmiðann hennar og gistingu – og föruneytis? Ég hef enga trú á því (hafa þeir ekki nóg annað við peningana að gera?). Ætlar Þorgerður þá að láta okkur, skattborgarana, borga fyrir þessa ferð hennar? En þar með væri verið að gera okkur samábyrg – og um leið væri kínverskum stjórnvöldum gert það ljóst, að íslenzka ríkið stendur að ferð hennar ... að ÞGK er þannig fulltrúi þess þar. Vill hún eða vogar hún sér í raun að lýsa slíku yfir?

Ef hún hins vegar fer algerlega á eigin reikning, borgar sjálf allt uppihald, gistingu og mat og ferðir og tekur sér launalaust frí frá störfum (sem hún hefur vitaskuld efni á), fer sem sé með yfirlýstum hætti í einkaerindum, bara til að styðja okkar íþróttamenn með hvatningu og klappi, þá gegnir þar allt öðru máli, og sömuleiðis þyrfti hún að halda sig frá kokteilboðum, ferðum o.s.frv. á vegum Pekingstjórnar. Henni væri hins vegar velkomið (að okkar áliti) að hrópa "Free Tibet!" með öðrum á áhorfendapöllunum. Ennfremur gæti hún eins og Björgvin G. Sigurðsson ráðherra notað hvert tækifæri til að minna á mannréttindi í ferð sinni og láta það vitnazt í sem flestum fjölmiðlum.

Slík Þorgerður Katrín myndi komast langt með að endurheimta álit mitt og margra annarra á henni.

–– Þarfur pistill hjá þér, Stefán; og Morgunblaðsritstjórnin (í leiðara 11. þ.m.) hefur sömuleiðis hvatt Þorgerði eindregið til að fara ekki til Peking við þessar aðstæður, m.a. af því að það samræmist ekki grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 13.4.2008 kl. 23:07

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Enn og aftur á að koma pólitik i Íþróttirnar/það á að skilja þetta að/íþróttamenn allra landa eiga að mæta og forsvarmenn þeirra/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.4.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur minn, þetta svarar engan veginn athugasemd. minni. Hver á að borga ferð Þorgerðar Katrínar? Og er það ekki að "blanda saman íþróttum og pólitík", ef ríkið greiðir kostnaðinn eða tekur verulegan þátt í honum? Þótt manneskjan hafi lengi haft áhuga á íþróttum, þá er til fullt af slíku fólki hér á landi. Það eru þá alger forréttindi örfárra (og ekki þeirra fátækustu), ef þeir eiga að fá að fjármagna þann áhuga sinn með ríkisfé.

Jón Valur Jensson, 14.4.2008 kl. 09:24

9 identicon

Haraldur ... gott og vel, þú vilt aðskilja þetta tvennt að, en það breytir því ekki að stjórnvöld í Beijing eru að nota leikana í pólitískum tilgangi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:43

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Gott að heyra ykkar mat. Þorgerður Katrín á ekki að fara, tek það fram enn og aftur. Sterkustu skilaboð okkar eru að fara ekki og sýna að við höfum engan áhuga á að hossa einræðisherrum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.4.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband