Áfall fyrir Önnu Kristínu og konur í Samfó

Anna Kristín Gunnarsdóttir Það er ekki hægt að segja annað en að úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi séu áfall fyrir konur í kjördæmastarfinu innan flokksins og í kjördæminu. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, er nú fallin í óöruggt sæti, sæti sem ekki er möguleiki á að vinnist miðað við skoðanakannanir í kjördæminu og sé miðað við þá staðreynd að þingmönnum kjördæmisins mun fækka um einn í væntanlegum alþingiskosningum. Staða mála er því skiljanlega ekki gleðiefni fyrir Önnu Kristínu.

Að sama skapi er ekki hægt að segja annað en að árangur sr. Karls V. Matthíassonar sé glæsilegur. Honum var allt að því bolað burt í uppstillingu í aðdraganda þingkosninganna 2003 og missti þingsæti sitt. Hann fær nokkra uppreisn æru að þessu sinni, kemst væntanlega aftur á þing, en það verður hinsvegar á kostnað þingkonunnar Önnu Kristínar. Það er mjög merkilegt að sjá úrslitin, enda verða þau varla túlkuð öðruvísi en sem ákall um breytingar í kjördæmastarfi flokksins heilt yfir litið.

Anna Kristín hefur ekki verið sýnileg sem þingmaður mikið í fjölmiðlum, en verið dugleg eftir því sem ég hef heyrt. Það er því skiljanlegt að hún sé sár með þessa stöðu og að hún sé nú orðin varaskeifa Guðbjarts Hannessonar og sr. Karls V. Matthíassonar. Það gæti verið að það hafi skaðað hana að vera úr Skagafirði og með litlar tengingar um allt kjördæmið, og þó veit ég það ekki. Allavega eru þessi úrslit vonbrigði fyrir hana en hún getur varla annað en tekið sætið til að tryggja þó hlut kvenna.

Annars verð ég að viðurkenna að ég þekki Guðbjart Hannesson ekki vel sem stjórnmálamann. Hann er víst gamall allaballi úr sveitastjórnarpólitíkinni á Skaganum en að mörgu leyti óskrifað blað, en væntanlega mun hann nú verða meira í fjölmiðlum, enda nú tekinn við sem kjördæmaleiðtogi flokksins af Jóhanni Ársælssyni.

Það verður fróðlegt að sjá svo um næstu helgi hver sigrar í prófkjörum Samfylkingarinnar í Suðvestur- og Suðurkjördæmi um næstu helgi, en nýir kjördæmaleiðtogar verða ennfremur kjörnir þar.

mbl.is Anna Kristín óttast um stöðu kvenna í kjördæminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband