Óhugnaður í Svíþjóð - morðið er engin tilviljun

Síðasta myndin af Englu Juncosa-Höglund Morðið á sænsku stelpunni Englu vekur óhug. Skýringar morðingjans á því að þetta hafi aðeins verið morð fyrir tilviljun hljóma ósannfærandi og falskar. Það eru engar málsbætur til þegar að fullorðið fólk drepur börn og engin þörf á að sýna þessum manni neina samúð. Hann drap barn með köldu blóðig og á að gjalda fyrir það.

Auk þess á þessi sami maður önnur morð á samviskunni og virðist aðeins með veiklulegum útskýringum sínum reyna að laga stöðu sína vegna almenningsálitsins. Ef marka má sænsku pressuna er grunur uppi um að hann hafi myrt fleiri og greinilegt að hann á sér mjög dökka sögu. Burtséð frá því öllu er ekki hægt að hafa samúð með neinum sem drepur börn.

Finnst þetta minna mig á hið óhugnanlega morð í breska smábænum Soham er húsvörður í skóla drap tvær stelpur með köldu blóði og losaði sig svo við líkin. Þær áttu aldrei að finnast og reynt var að hylja slóðina. Hið sama gerði Eklund. Þetta er mikil sorgarsaga, en það er varla nokkur maður sem tekur mark á þessum skýringum barnamorðingja.

mbl.is Myrti stúlkuna fyrir tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona lagað gæti auðvitað líka skeð í okkar litla landi og hér ganga jafnvel erlendir morðingjar og strjúka um fráls höfuð óáreittir.    

Stefán (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:17

2 identicon

Ég er kominn með óhug eftir að hafa fylgst með þessu,samt er ég í öðru landi og yfirleitt fullkomnlega sama um allt nema eiginn hag.

Einsi (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:14

3 identicon

Ég held að bæði blaðamaður og fleiri séu að misskilja fréttina. Samkvæmt mínum fréttum þá er til tilviljun hver varð fyrir valinu. Morðhyggjan var fyrir hendi og blossar upp við svona aðstæður. Komið hefur einnig komið fram að hann hefur myrt konu árið 2000.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband