22.4.2008 | 00:38
Á að henda nafnleysingjunum af Moggablogginu?
Umfjöllun Íslands í dag um nafnlaus blogg í kvöld var vel gerð og vönduð. Fyrir löngu er kominn tími til að talað sé opinskátt um þá aumingja sem geta ekki staðið við ómerkileg skrif með nafni sínu og vilja spila sig mjög merkilega undir nafnleyndinni - ganga alltof langt. Hér á Moggablogginu eru svartir sauðir innan um, eins og annarsstaðar sennilega í samfélaginu. Þeir koma óorði á þetta bloggsamfélag.
Ómerkilegu skrifin um sóknarprestinn minn, séra Svavar Alfreð Jónsson, sem mikið hefur verið fjallað um í þessu samhengi dæma sig alveg sjálf. En ekki er hægt að horfa þegjandi á þetta rugl mikið lengur. Hér á Moggablogginu skrifa margir mjög góðir einstaklingar vandað og vel, fjalla um mjög ólík mál. Sumir þeirra eru nafnlausir. Fjarri er að allir nafnleysingjar bloggi ómerkilega, sumir þeirra vanda sig mjög vel og geta notað nafnleyndina heiðarlega og vega ekki að öðrum úr launsátri. En þeir sem það gera eyðileggja fyrir öllum hinum með ómerkilegum skrifum sínum.
Nokkuð er um liðið síðan að ég sá vel að ég gæti ekki verið með galopið kommentakerfi hér. Sumir sem skrifuðu hér á vefinn gengu langt í skítkasti gegn mér persónulega og fóru yfir öll mörk. Eftir nokkurn tíma hér tók ég því þá ákvörðun að loka á alla nema skráða notendur. Það dugði frekar skammt. Eftir að Moggabloggið leyfði að hafa síu yfir kommentakerfinu með því að samþykkja þurfi kommentin tók ég upp það kerfi. Hafði fengið nóg af því að hafa þetta galopið. Eftir að fyrra kerfi hafði verið misnotað of lengi tók ég af skarið og setti á ritstjórn yfir kommentum.
Meginþorri þeirra sem stunduðu ómerkileg skrif og almenn leiðindi voru nafnleysingjar, bæði sem skráðir bloggarar og eins þeir sem ætluðu að spila sig stóra án þess að hafa nokkra innistæðu fyrir því, enda þorðu ekki einu sinni að segja hverjir þeir væru. Sé ég ekki eftir því að setja þessa síu á. Þeir sem geta skrifað af ábyrgð, sýnt allavega lágmarks virðingu, þó oft séu ekki allir sammála um grunnatriði lífsins, fá sín komment hér birt. Skítkast og nafnlaus óþverri fæst ekki birt hér. Hef þó leyft sumum nafnlausum að kommenta hér þrátt fyrir það - þeir sem tala af viti.
Fyrir löngu er kominn tími til að Moggabloggið hendi út nafnleysingjunum ómerkilegu, sem hafa skemmt fyrir þeim hinum sem hafa skrifað nafnlaust en þó ekki misnotað sitt svigrúm með því. En þeim fer fækkandi sem geta gert þetta almennilega.
Ótækt er að fólki undir nafni sé hent út frekar en nafnlausu leiðindaliði sem getur ekkert gert nema skemmt fyrir þessu bloggsamfélagi og skrifar ómerkilega um annað fólk. Þetta þurfa þeir sem stjórna svæðinu hér að gera sér grein fyrir.
Ómerkilegu skrifin um sóknarprestinn minn, séra Svavar Alfreð Jónsson, sem mikið hefur verið fjallað um í þessu samhengi dæma sig alveg sjálf. En ekki er hægt að horfa þegjandi á þetta rugl mikið lengur. Hér á Moggablogginu skrifa margir mjög góðir einstaklingar vandað og vel, fjalla um mjög ólík mál. Sumir þeirra eru nafnlausir. Fjarri er að allir nafnleysingjar bloggi ómerkilega, sumir þeirra vanda sig mjög vel og geta notað nafnleyndina heiðarlega og vega ekki að öðrum úr launsátri. En þeir sem það gera eyðileggja fyrir öllum hinum með ómerkilegum skrifum sínum.
Nokkuð er um liðið síðan að ég sá vel að ég gæti ekki verið með galopið kommentakerfi hér. Sumir sem skrifuðu hér á vefinn gengu langt í skítkasti gegn mér persónulega og fóru yfir öll mörk. Eftir nokkurn tíma hér tók ég því þá ákvörðun að loka á alla nema skráða notendur. Það dugði frekar skammt. Eftir að Moggabloggið leyfði að hafa síu yfir kommentakerfinu með því að samþykkja þurfi kommentin tók ég upp það kerfi. Hafði fengið nóg af því að hafa þetta galopið. Eftir að fyrra kerfi hafði verið misnotað of lengi tók ég af skarið og setti á ritstjórn yfir kommentum.
Meginþorri þeirra sem stunduðu ómerkileg skrif og almenn leiðindi voru nafnleysingjar, bæði sem skráðir bloggarar og eins þeir sem ætluðu að spila sig stóra án þess að hafa nokkra innistæðu fyrir því, enda þorðu ekki einu sinni að segja hverjir þeir væru. Sé ég ekki eftir því að setja þessa síu á. Þeir sem geta skrifað af ábyrgð, sýnt allavega lágmarks virðingu, þó oft séu ekki allir sammála um grunnatriði lífsins, fá sín komment hér birt. Skítkast og nafnlaus óþverri fæst ekki birt hér. Hef þó leyft sumum nafnlausum að kommenta hér þrátt fyrir það - þeir sem tala af viti.
Fyrir löngu er kominn tími til að Moggabloggið hendi út nafnleysingjunum ómerkilegu, sem hafa skemmt fyrir þeim hinum sem hafa skrifað nafnlaust en þó ekki misnotað sitt svigrúm með því. En þeim fer fækkandi sem geta gert þetta almennilega.
Ótækt er að fólki undir nafni sé hent út frekar en nafnlausu leiðindaliði sem getur ekkert gert nema skemmt fyrir þessu bloggsamfélagi og skrifar ómerkilega um annað fólk. Þetta þurfa þeir sem stjórna svæðinu hér að gera sér grein fyrir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Styð þessa skoðun heilshugar. Persónulega skil ég ekki hví fólk þarf að skrifa nafnlaust. Í raun er það að koma fram undir nafni hin hliðin á tjáningafrelsi, það er að með réttindum koma skyldur, ég hef þann rétt að segja það sem ég vill en ég hef einnig þá skyldu að taka ábyrgð á orðum mínum.
Gustav Pétursson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 00:53
Í sjálfu sér er hægt að taka undir hvert orð. Vandinn er hins vegar sá, að fullt er af fólki á blogginu, sem lætur hvergi koma fram hver er á ferð, en heldur sig innan allra siðsamlegra marka þótt það skrifi undir uppnefni.
Af ástæðum sem ég þekki ekki vill það fara huldu höfði, þ.e. ekki gefa upp frekari deili á sér. Það skil ég reyndar heldur ekki. Einhvern veginn get ég samt unnt fólki slíkt fyrst það sýnir velsæmi í skrifum.
Stóri vandinn er sá, að margir virðast halda að í orðinu tjáningarfrelsi felist frelsi eða leyfi til að segja og skrifa hvað sem er. Það er mesta hættan.
Annars held ég að bloggið eigi eftir að þróast eins og íslensk tunga. Hún losar sig sjálfkrafa við allar óværur með tímanum og festast því ekki slettur í málinu. Það mun gerast á blogginu með tímanum, held ég.
Ágúst Ásgeirsson, 22.4.2008 kl. 07:09
Að mínu viti á ekki að leyfa nafnlausum að skrifa athugasemdir á annarra manna bloggsíður. Hins vegar tel ég að það sé gott fyrir umræðuna að hafa opið fyrir nafnlaust blogg. Það er hægt að rekja IP tölur til þess sem skrifar ef um svæsna meiðyrði er að ræða.
Kristinn Þór Sigurjónsson, 22.4.2008 kl. 07:52
Má ég ekki segja að Svavar sé lélegur prestur, hef ég böggað þig eitthvað.
Ég kýs undir nafnleynd, á að banna það líka, verður ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að taka upp kínverska aðferðafræði..
Og hvaða nafnleysistal er þetta, þeir sem skrifa undir nafni eru oftar verri en nafnleysingjar, meira að segja ráðherrar þessarar þjóðar, Skúli notaði nafn.
Það er einfeldni að segja alla nafnlausa vera vonda...
DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 07:53
Góður pistill Stefán!
Jónína Benediktsdóttir, 22.4.2008 kl. 08:57
Þetta er ekki svona einfalt eins og þú vilt setja það fram. Rétturinn til þess að tjá sig undir nafnleysi er einn af grundvallaréttindum í okkar lýðræðissamfélagi. Vera má að þetta skapi mikið rusl í athugasemdakerfi manna hér á blogginu en það eitt réttlætir ekki að þessi réttindi séu afnumin. Hér eftirfarandi er stutt tilvitnun í norskan prófessor í fjölmiðlasiðfræði, Magne Lindholm (fyrir þá sem kunna norsku);
Retten til anonyme ytringer var en av de store demokratiske nyvinningene i grunnloven fra 1814. Bakgrunnen for anonymitetsretten er at hvem som helst skal kunne varsle om kritikkverdige forhold uten at det fører til represalier. Men det betyr ikke at det er fritt fram for å si hva som helst. Den som kommer med usanne beskyldninger kan fortsatt straffes i ettertid. Hvordan kan man få til det når ytringen er anonym? Jo, ved at redaktøren overtar ansvaret for det som blir sagt. Det er fordi redaktørene gjør dette de har rett til å verne sine kilder. Dette prinsippet håndheves også av menneskerettighetsdomstolen i Strasbourg, som har utvidet pressens ytringsfrihet. Men denne friheten forutsetter at pressen utøver etikk og kildekritikk på et profesjonelt nivå.
Takið eftir að hér kemur ábyrgð ritstjórans inn í myndina og ég myndi túlka þetta þannig að sé bloggað undir nafnleysi beri morgunblaðið, eða eigandi/ritstjóri bloggsíðunnar ábyrgð á því sem þar stendur. Öfugt myndi ég telja að sé bloggað undir nafni sé rithöfundurinn sjálfur ábyrgur og ekki morgunblaðið/gestgjafi bloggsins.
Einnig er það mikilvægt atriði að forsenda nafnleysis er sú að ritstjóri hafi persónuupplýsingar um höfund þannig að hægt sé að sækja menn til saka fyrir meiðyrði oþh.
MBK Jón Gunnar Ákason
Jonni, 22.4.2008 kl. 09:31
Það að biðja um nafn mun ekki breyta einu né neinu og því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir þessu því betra. Nafn er bara samansafn bókstafa. Það geta allir gefið sér nafn á blogginu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:52
Það sem er varasamt við nafnleysið, er að fólk fer stundum langt yfir strikið í því sem það skrifar. Oftast er það gert í hugsunarleysi, en inn á milli eru einstaklingar sem hafa bara ekki betra innræti og hafa hvorki getu né þor til að koma fram undir eigin nafni. Það er líklegt að fólk myndi hugsa sig aðeins um ef það þyrfti að koma fram undir nafni og standa þannig á bak við orð sín.
Það þarf samt sem áður að vara sig á því að henda einstaklingum af bloggsvæðinu. Mér finnst að þeir þurfi að brjóta verulega af sér og/eða ítrekað til að sá möguleiki eigi að vera fyrir hendi.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.4.2008 kl. 10:25
Þetta er vandræðamál. Nafnlaus innlegg eru oft misnotuð, en nafnleysið er þó nauðsynlegur möguleiki í allri umfjöllun.
Það er ekki aðeins viðurkennt af fjölmiðlum heldur eru dæmi um að blaðamenn hafi valið fangavist fremur en að ljóstra upp um heimildarmenn sína.
Margur getur stöðu sinnar vegna ekki tekið þá áhættu að ræða viðkvæm mál undir nafni, sem viðkomandi telur að betur mættu fara.
Þá fer þetta að snúast um ábyrgð á umfjölluninni. Stefán hefur tekið á sig ábyrgð á því sem birt er á hans síðu og hefur valið að ritskoða innlegg á hana, hvort sem þau koma frá skráðum gestum eða óskráðum.
Honum er það algerlega frjálst enda vandséð hvernig það gæti brotið í bága við stjórnarskrárvarinn rétt til tjáningarfrelsis. Þeir sem vilja umræðu um pistla sína, en eru uggandi um misnotkun á þeim möguleika, geta tekið upp þessa aðferð.
Vilji einhverjir halda úti bloggi undir ritnöfnum, t.d. Staksteinar, Loki, Flugan, eða hvaðeina, þá er ekkert við það að athuga fyrr en viðkomandi fer yfir strikið milli löglegra og ólöglegra ummæla. Það er ekki nóg að ummæli séu ósmekkeg eða móðgandi. Slíkt verður aldrei annað en huglægt mat.
Á meðan vefstjórn blog.is hefur upplýsingar um hver er að baki ritnöfnunum, þá sé ég enga ástæðu til að banna notkun þeirra.
Sigurður Ingi Jónsson, 22.4.2008 kl. 11:54
Já, nafnleysingjar ættu ekki að vera við lýði í bloggheimum. Allir bloggvinir mínir koma undir nafni, sem og ég.
Það er hægt að segja svo margt ljótt og dónalegt í nafnleysi.
Fjósakveðjur
Brúnkolla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:55
ég vil skrifa undir nafnleind aðalega vegna minna veikinda ég vill ekki að fólk komi til mín með óþægilegar spurningar um veikindin og það sem filgir þeim.
ég er samt ekki dónaleg eða ókurteis.
með kveðju
amaban
amaba, 22.4.2008 kl. 12:28
Stebbi, ég vil minna þig á að við höfum báðir tekið þátt í umræðum á netinu á án þess að gefa upp hver stæði á bak við skrifin.
Sá sem skrifar á netinu er ábyrgur fyrir sýnum orðum, hvort sem það er undir nafni eða ekki, og allt sem við skrifum er hægt að rekja til okkar ef það er talið brjóta lög.
Og þó svo að ég væri að skrifa hér undir dulnefni að þá gætir þú séð það á IP tölunni minni að ég er að skrifa úr háskólanum í Álaborg, og í hvaða deild ég er. Þannig kæmu ekki nema um 10 íslendingar í þessari deild til greina.
Ef ég skrifaði eitthvað sem varðaði við lög að þá þyrfti bara stutt bréf frá lögmanni þínum eða ríkissaksóknara til netstjórans hérna og þá mundi hann gefa upp hver væri á bak við skrifin.
Það sem menn eru hins vegar frekar að kvarta yfir finnst mér er að margir nafnleysingjar kunna enga mannasiði. En það er ansi erfitt að setja lög gegn lélegum mannasiðum.
Ingólfur, 22.4.2008 kl. 12:37
"Doktor E" segir það einfeldni að segja að allir nafnlausir séu vondir! Rétt er það en það er þó ljóst að hann ert einn af þessum sem ætti að einhenda út af blogginu! Og með réttu er "Doktor E" heppinn að að ekki sé farið af stað meiðyrðamál gegn honum!! Hann segði eitthvað ef að hans fjölskylda yrði svívirt svona eins og hann kom fram gagnvart Svavari!
Þorsteinn Þormóðsson, 22.4.2008 kl. 14:41
Eru menn aumingjar ef þeir skrifa bloggfærslur undir nafnleysi? Nú ef svo er, hvað með þá sem vilja ekki að almenningur viti hvað þeir borga til skatts og hafa í tekjur? Eru þeir ekki sömu aumingjarnir?
Kristján (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:41
Ég held að það verði að vera áhvörðun hvers bloggara fyrir sig, hvernig hann vill hafa sitt svæði. Hvort hann leifi öllum að tjá sig á sínu svæði eður ei. Það er óhjáhvæmilegt að einhverhir einstaklingar séu óvarir á orðum sínum og skiptir þar engu hvort það er um að ræða nafnlausa eða þeir sem tjá sig undir myndir nafni. T.d hef ég orðið fyrir mjög óvarfærnum og sanngjörnum ummælum frá manni sem tjáði sig undir mynd og nafni í færslu sem fóru í 140 skrifaðar færslu þar sem ég var ásakaður um að vera rasisti vegna þess að ég var hlintur því að bókin 10 litlir negrastrákar skildi vera gefin út. Á þeim tímapungti íhugaði ég hvort að ég ætti að loka á þessa færslu en áhvað að láta færsluna standa. Það kom á daginn að það var rétt áhvörðun því orð hans dæmdu sig sjálf og fékk þessi maður alla upp á móti sér að lokum vegna ummæla sinna.
Persónulega finnst mér mbl.is vera mjög gott bloggsvæði og vil helst hafa það óbreitt. Ástæðan er að fólk hérna inni er almennt málefnalegra en gengur og gerist á öðrum bloggsvæðum. hvort sem það tjáir sig undir mynd og nafni eða nafnlaust.
Hitt er að ef þetta er orðin persónulegur rógburður og einelti sem er ítrekaður þá má vel athuga hvort það megi ekki loka viðkomandi af.
Brynjar Jóhannsson, 22.4.2008 kl. 16:10
Nei ég held það eigi ekki að banna nafnleysingjana en þú tekur samt því miður minna mark á þeim en þeim sem koma fram undir nafni.
Það er sjálfsagt samt fyrir þá er stjórna moggablogginu að vera alltaf vel vakandi og tilbúnir að grípa inn í ef þess er þörf.
Óðinn Þórisson, 22.4.2008 kl. 17:39
Góð færsla hjá þér Stefán. Ég er sammála þér í einu og öllu. Auðvitað ræður þú yfir þinni blogg-síðu. Jón Gunnar Ákason kemur með nokkuð gott innlegg í umræðuna, að Mbl beri ábyrgðina á nafnleysingjunum en við hinir sem skrifum undir fullu (réttu) nafni berum ábyrgðina á okkar eigin skrifum. (auðvitað !)
Annars er tvískinnungur vaðandi uppi í Mogganum. Ef þú vilt skrifa grein í Moggann þá fæst hún ekki birt nema að fullt nafn höfundar komi fram. En þeir eru sjálfir svo huglausir að leiðarinn er aldrei skrifaður undir nafni. Staksteinar, laugardagsbréfið og fl.
Ég held reyndar að það styttist í lokun hjá sumum nafnleysingjunum hér. Skrif Doktor E er gott dæmi um hve hugleysingjar geta gengið langt í skjóli nafnleyndar.
Skákfélagið Goðinn, 22.4.2008 kl. 17:46
Þegar fólk skrifar ekki undir nafni er það í raun að fela sig. Spurningin er af hverju þarf fólk að fela sig ??? Að skrifa bók undir dulnefni er svolítið annað en að kasta skít í annað fólk í skjóli dulnefnis. Fólk ætti bara að þora að standa með sjálfum sér og skrifa og koma fram undir nafni. Ég minnist þess að í kjölfar þess margfræga Lúkasarmáls þá voru óvenju rætin og fjandsamleg skrif í bloggheiminum m.a. á Barnalandi undir dulnefni. Mér finnst að ef fólk er að deila á aðra eða skrifa eitthvað sem orkar tvímælis þá á það að skrifa undir nafni. Annars er það augljóst að viðkomandi veit að hann er á gráu svæði og þorir ekki að standa fram undir nafni.
Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:54
Ég hef kosið að blogga nafnlaus af ýmsum ástæðum svo sem. Málið er - eins og þú bendir á - að það eru alltaf svörtu sauðirnir innan um sem skemma fyrir öllum hinum. Ég er algerlega sammála því að það á að taka út þá sem eru að blogga með illu eða leiðindum í nafnleysi. Algerlega ætti að taka fyrir það að óinnskráðir geti sent inn athugasemdir, enda hef ég lokað fyrir slíkar athugasemdir hjá mér. Svona pælingar eiga rétt á sér og vonandi verður það til að einhverjir sitji á sér eða lagi orðalag sitt .. takk fyrir mig Stefán.
Tiger, 22.4.2008 kl. 18:03
Sumir eru þeirrar skoðunnar að skoðanir þeirra sem blogga undir dulnefni séu dauð og ómerk. Það má vel vera að svo sé ... ég er ekki fær að dæma um það. Hins vegar langar mig að vita um dægurlög þeirra sem semja undir dulnefni, eru þau ómerk? Á ég að hætta að njóta lagasmiða þess manns sem kallaði sig "19ndi september"? Hvað á ég að gera?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:25
Sú ákvörðun að rita nafnlaust erindi er talsvert vandmeðfarnara en rita undir nafni,, Nafnlaus ritun gefur tækifæri til að geysast um víðan völl,,fremur enn undir nafni,, Hinsvegar þarf sá hinn sami að hafa hæfileikann til að sýna hófsemi innan ramma laga og siðferðis,,
Bimbó (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.