Bubbi vill fá borgað í evrum - segir krónu ónýta

Bubbi Bubbi Morthens hefur aldrei verið þekktur fyrir að tala tæpitungu. Nú segir hann krónuna ónýta og vill framvegis fá borgað aðeins í evrum þegar að hann kemur fram opinberlega til að syngja. Er hann greinilega með því að setja sinn kóngsstimpil í bransanum sem lóð á vogarskálar þeirra sem kalla eftir breytingum, opinskárri Evrópuumræðu. Orðaval hans er reyndar þannig að hann vill aðeins fá fram sína skoðun en ekki umræðu um eitt né neitt.

Bubbi er oft ágætur, fer stundum einum of mikið fram úr sjálfum sér. Hef ekki alltaf verið sammála honum. En ég hef oft verið hrifinn af hinum pólitíska tóni í honum, yfirlýsingum um mann og annan. Það er hægt að taka því oft hæfilega alvarlega. Þetta er bara hans stíll. Það væri stílbrot ef Bubbi færi að breyta sér á sextugsaldri fyrir einhverja besservissera úti í bæ.

Þetta er víst bara Bubbi, hann var fílaður svona í denn og engin þörf á að breyta því á 21. öld - hvort sem hann er metinn í krónum eða evrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Held að Bubbi sé nú frekar þekktur fyrir að tala tæpitungulaust. (frekar en ekki þekktur). Já Mér finnst alveg í lagi að ræða þessi mál og mynda sér afstöðu til þess hvort við eigum að sækja um aðild eða ekki en ekki vegna einhverrar augnabliks historíu vegna sveiflukenndrar krónu í einhverja mánuði. Hver vildi taka upp evru fyrir ári eða svo? Nú er hlaupið upp til handa og fóta.

Bárður Örn Bárðarson, 21.4.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Halla Rut

Smart hjá Bubba.

Halla Rut , 21.4.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Hannibal Garcia Lorca

Bara svo lengi sem íslenskan verður ekki úrskurðað ónýtt tungumál, einhvern veginn lýst mér ekkert á að fara að heyra Bubba syngja á ensku ...

Hannibal Garcia Lorca, 22.4.2008 kl. 00:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Bubbi gerði á sínum tíma góðan "díl" við Glitni.  Hann gerði það glappaskot að "gambla" með hlutabréf í FL Group og fleiri dæmum.  Reyndar með ólíkindum að þessi vel gefni maður skuli hafa haldið að arðbært væri að fjárfesta í hlutabréfum flugfélags.  Fólk fjárfestir í flugfélögum vegna annarra hagsmuna en að ávaxta pundið fyrirtækjum sem tapa milljörðum á ári. 

  En nú hefur Bubbi lært sína lexíu og vill fá greitt í evrum.  Þannig er það.  Eins andvígur og ég aðild Íslands að Evrópusambandinu þá varðveiti ég minn litla sjóð í evrum.  Og sé ekki eftir því.  Danska krónan mín - sem er bundin evru - hefur að undanförnu hækkað úr tíkalli upp í 16 kall.  Ein lítil milljón er orðin 1,6 milljónir,  5 millur eru orðnar 8 millur.

Jens Guð, 22.4.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband