Natascha og Stockholm syndrome

Natascha Kampusch Ekki hefur farið framhjá neinum að austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem haldið var fanginni í um áratug, var illa haldin af Stockholm syndrome er yfir lauk. Eftir prísundina vorkenndi hún allra mest þeim sem hafði rænt henni og haldið henni fanginni. Nú er vel ljóst að þau áttu í kynferðislegu sambandi. Allt ber þetta merki þess að Stokkhólms-heilkennið hafi yfirtekið stelpuna og hún sýnt þeim mesta samúð sem verst hafði komið fram við hana.

Fyrir þá sem ekki vita á nafngiftin fyrirmynd sína í bankaráninu í Kreditbanken í Stokkhólmi í ágúst 1973. Þar héldu bankaræningjar fjölda fólks sem gíslum sínum í fimm daga. Að bankaráninu loknu snerust gíslarnir til varnar fyrir þá sem héldu þeim föngnum og höfðu gjörsamlega verið heilaþvegnir. Alla tíð síðan hefur nafngiftin yfir tilfelli af þessum toga verið kennd við ránið athyglisverða í Stokkhólmi.

Natascha Kampusch var svo þungt haldin af Stokkhólms-heilkenninu að hún syrgði manninn sem hélt henni í tæpan áratug sem gísl sínum er hún vissi að hann hefði fyrirfarið sér. Hún reyndar stakk hann af en hún hafði greinilega lifað sama lífi og svo margir sem falla í faðm þess sem hafa eyðilagt líf þess. Hún var undir stjórn og heilaþvegin af drottnun. Þetta eru skelfileg örlög og sennilega eitt frægasta umhugsunarefni sálfræðinnar.

mbl.is Uppnám vegna nýrra upplýsinga um Kampusch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerir þú þér grein fyrir því hvað þú ert að segja?

Þarna er stúlku rænt þegar hún er 10 ára og maðurinn sem rænir henni hefur við hana kynmök og þú talar eins og þetta hafi verið kynlífssamband á milli tveggja einstaklinga?

Hún var bara barn og hann hélt henni fanginni for crying out loud!

Guðrún (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað er þetta ógeðslegt Guðrún. Það er enginn að verja svona óhugnað. En það fer ekki á milli mála að þetta fellur undir hið margþekkta Stockholm syndrome. Staðreynd í málinu, jafn ógeðfelld og hún getur verið. Natascha er ekki sú fyrsta sem upplifir það, fjarri því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.4.2008 kl. 15:52

3 identicon

Það er alltaf frekar hættulegt að tala um svona mál út af svona konum eins Guðrúnu sem var að kommenta hérna að ofan.  Ekkert hægt að misskilja við þetta blogg hjá þér, en samt tekst henni það. 

Örvar (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:12

4 identicon

Guðrún, hann talar bara ekkert eins og þetta hafi verið kynlífssamband milli þeirra?

Lestu þér til um hvernig þessi sálarsjúkdómur virkar og þá skilur þú þessa færslu ef til vill betur. :) 

Maggi (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband