Umdeild ábyrgð á skrifum á Moggablogginu

BloggSitt sýnist hverjum um lokun vefsíðu Skúla Skúlasonar hér á Moggablogginu. Svolítið sérstakt er að tekið sé frekar á skrifum nafngreinds manns en þeirra sem blogga ómerkilega undir nafnleynd. Vekur það margar spurningar um ritstjórn á kerfinu og hver standardinn er vegna bloggskrifa. Greinilegt er þó að stjórnendur eru ófeimnir við að sýna klærnar og loka án hiks mislíki þeim.

Eitthvað hefur þó staðið á því að mörkuð hafi verið afgerandi stefna vegna bloggskrifa þeirra sem eru nafnlausir. Nafnlausir hafa oft látið mun hvassari ummæli frá sér fara en Skúli þessi. Hann var þó sá maður að standa við skrifin með nafni og var ekki að skrifa um menn og málefni úr launsátri, eins og sumir gera án þess að taka ábyrgð á einu né neinu. En kannski telur Moggabloggið sig geta sótt þá úr fylgsni sínu burtséð frá því.

Þetta mál opnar margar spurningar um Moggabloggið. Það er gott að Mogginn svarar þeim sjálfur með því að sýna að þar er tekið af skarið ef vandamál verða og sýna að þar er virk yfirstjórn. Ég kvarta svosem ekki yfir því. En spurt er um ábyrgð. Meðan að bloggin eru nafnlausin hlýtur ábyrgð þeirra að færast annað. Nafnlaus skrif eru enda dauð og ómerk, sama hversu ómerkileg þau eru. Ef fólk stendur ekki við skoðanir sínar með því grunnatriði að gefa upp hver skrifar eru skoðanirnar harla marklausar og spurt hver vilji bera ábyrgð á þeim.


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum láta sumir að moggabloggið sé beinlínis miðpunktur alheimsins.  Róum okkur niður aðeins.  Þetta er bara blogg ... ekki Boðorðin tíu meitluð í steini.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Moggabloggið er langstærsta bloggsamfélag landsins, hefur sterkan sess í þjóðfélagsumræðunni. Kemst ekkert nærri því. Eðlilega skiptir máli hvernig haldið er á því bloggsamfélagi, sem sérstaklega er tengd fréttaskrifum stærsta áskriftarblaðs landsins.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.4.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Gunnar Jóhannsson

Nafnleyndin hefur ekkert að segja Stefán og ég skil ekki hvers vegna sumir eru ósáttir við hana.  Það er einfaldlega þannig að ef um þig, mig eða einhvern annan er ritaður rógur eða níð sem brítur í bága við lög, höfum við öll tök á því að sækja viðkomandi til saka ef okkur sýnist. 

Það er t.d. ýmislegt sem ég myndi vilja skria um undir nafnleynd, þar sem hagsmunaárekstrar koma í veg fyrir að ég gerið það undir mínu eigin nafni.  Ég læt það hinsvegar ógert þar sem ég veit hversu auðveldlega hægt er að rekja skrifin.  þar með fær réttmæt gagnrýni ekki athygli.

Pólitík í hnotskurn. 

Gunnar Jóhannsson, 22.4.2008 kl. 22:39

4 identicon

Ágætu bloggvinir og aðrir gestir,

Ég mun nú setja upp margar spegilsíður af hrydjuverk.blog.is.  Sú fyrsta  er langt komin í uppsetningu og heitir  http://hermdarverk.blogcentral.is

Verið velkomin öll.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband