Sjálfsmark á Anfield - Liverpool í vondum málum

Sjálfsmark á Anfield Ekki er hægt annað en vorkenna stuðningsmönnum Liverpool eftir vandræðalegt sjálfsmark á Anfield í kvöld, sem færði Chelsea gullin tækifæri til að slá þá út úr Evrópuboltanum á heimavelli. Liverpool hafði leikinn á sínu valdi og því er það auðvitað á við algjöra martröð að John Arne Riise hafi klúðrað leiknum fyrir liðið.

Væntanlega verður Riise ekki vinsælasti maðurinn á Anfield og í stuðningsmannahópi Liverpool á næstu vikum, sérstaklega ef Chelsea nær að komast áfram eingöngu vegna þessara mistaka.

mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf dramatík í kringum leiki Liverpool í Meistaradeildinni og það varð engin breyting þar á í kvöld. Engar áhyggjur, Liverpool vinnur á Brúnni í næstu viku!!!

Guðmundur H (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ansi er ég hrædd um að margir aðdáendur Leverpool verði svektir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Sem einlægur Poolari þá var endirinn algjör martröð fyrir mig, átti erfitt með að sofna. Við vinnum á Brúnni.

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 23.4.2008 kl. 08:56

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Riise hefur að ég heyri á mörgum púlurum ekki verið vinsæll meðal stuðningsmanna og ekki hefur hann greyið bætt þar við. Ég hef reyndar hitt hann og fleiri leikmenn Liverpool og hann virkaði þannig á mig að hann liti mjög stórt á sig meðan stjörnurnar eins og Gerrard, Carragher og Fowler voru mjög jarðbundnir og bara venjulegir strákar sem voru tilbúnir að spjalla og heilsa upp á fólkið í kringum sig. Ég sá sjálfsmarkið hjá honum, hvers vegna í fjandanum var hann að skalla boltann þegar miklu auðveldara hefði verið að sparka tuðrunni í burtu, þó hann hafi komið á hægri fótinn á honum, sem hann nota bene notar eingöngu til að standa í.

Gísli Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Tómas Þráinsson

Það ætti bara að fjarlægja af honum lappirnar og henda honum í gamlan rússneskan síðutogara, helst einhvern sem aldrei kemur í land. Þá þyrftum við ekki að vera á taugum yfir því hversu slakur varnarmaður hann er.

Tómas Þráinsson, 23.4.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband