Ólafur ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins

Óli Steph Líst mjög vel á að Ólafur Þ. Stephensen hafi verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, sem lætur af störfum eftir farsælt verk áratugum saman hjá Mogganum í júníbyrjun. Ólafur hefur staðið sig mjög vel sem ritstjóri 24stunda og gert það blað að því besta í morgunlestrinum dag hvern, ferskt og vandað í senn.

Tel að það sé vel valið hjá eigendum Árvakurs að velja Ólaf til að stýra Mogganum inn í nýja tíma, sem óneitanlega fylgja ritstjóraskiptum þegar að Styrmir hættir eftir að hafa stýrt Mogganum í hartnær fjóra áratugi. Hann hefur verið aðstoðarritstjóri Moggans og unnið þar í fjöldamörg ár, þekkir allt þar og hefur þekkingu og reynslu, þrátt fyrir að vera aðeins fertugur.

Ólafur var alla tíð vænlegasta ritstjóraefni Morgunblaðsins við væntanlega uppstokkun og hefur sýnt með á 24stundum að hann kann sitt fag. Held að Mogginn muni endurnýja sig og verða ferskur og traustur fjölmiðill undir hans stjórn á komandi árum.

mbl.is Ólafur nýr ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólafur er snjall, m.a. í leiðaraskrifum um mörg mál, en það er verulegt áhyggjuefni, að hann er mikill ESB-sinni og fekk t.d. ekki leynt ánægju sinni yfir því í leiðara í gær, að Þorgerður Katrín vilji "breyta stjórnarskránni fyrir næstu kosningar, þannig að hún heimilaði aðild að ESB" (sbr. gagnrýni mína á það viðhorf HÉR). Að þessu leyti er því hætt við kúvendingu á stefnu ritstjórnar Morgunblaðsins, sbr. þennan snjalla og tímabæra leiðara þar í dag, sem og þetta bráðsnjalla Reykjavíkurbréf með eitilhvassri (í raun 'devastating') gagnrýni á hina grunnfærnu evrutrú margra um þessar mundir.

Reynslan af leiðurum Ólafs hingað til er ekki sú, að hann sitji á skoðun sinni.

En ef Morgunblaðið bætist í hóp 24 stunda og Fréttablaðsins sem boðandi ESB-aðild, þá er fokið í flest skjól í íslenzkum blaðaheimi fyrir þá, sem vilja viðhalda sjálfstæði okkar gagnvart því ofurveldi ESB, sem er meira en 2000 sinnum stærra að mannafla en við sjálfir.

Ég leyfi mér, ágæti Stefán, að vona, að þú sért mér í raun meira sammála um þessi atriði en ætla mætti af þessum pistli þínum. Vísa einnig til efnismöppu vefgreina minna: Evrópubandalagið, um þessi mál.

Jón Valur Jensson, 23.4.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Stebbi, auðvitað var Styrmir "rekinn". Hann er búinn að vera of óþægur fyrir flokkinn. Ef hann hefði "hætt vegna aldurs" hefði það verið tilkynnt með miklu meiri fyrirvara. Ólafur er ágætur að mörgu leiti, góður drengur og ágætis fagmaður. En það er líka engin hætta að hann fari út fyrir flokkslínuna.

Guðmundur Auðunsson, 23.4.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Jón Valur:

Þetta er gott val, burtséð frá öllum Evrópupælingum. Þetta er hæfasti maðurinn í djobbið. Hef ekki verið mjög Evrópusinnaður í sjálfu sér, en get alveg lifað við að það séu uppi ólíkar skoðanir á þeim málum eins og öðrum. Finnst mikilvægt að ráðinn sé ritstjóri sem er öruggt að muni standa sig vel.

Guðmundur: Styrmir var auðvitað ekki rekinn. Hann varð sjötugur fyrir nokkrum vikum og augljóst að hann væri að hætta vegna aldurs. Starfslok hans eru tímasett á sama degi og hann hóf störf hjá Mogganum, 2. júní. Þá hefur hann verið þarna í 43 ár, þar af 36 sem ritstjóri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.4.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Úps, nú gerði ég mig að fífli. Áttaði mig ekki á því að kallinn væri orðinn sjötugur. Þýðir að ég er víst farinn að eldast líka. Og þetta sem var svo flott samsæriskenning hjá mér! Auðvitað var þetta rakið bull hjá mér, eins og ég útlista á blogginu mínu.

Guðmundur Auðunsson, 24.4.2008 kl. 09:59

5 Smámynd: Bumba

Þetta er gott að heyra. Hann er vel að þessu kominn. Með beztu kveðju.

Bumba, 24.4.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband